Útileguskúffa⌑ Samstarf ⌑
Mjúk súkkulaðikaka með smjörkremi

Það jafnast ekkert á við nýbakaða skúffuköku og ískalda mjólk! Nú eru útilegur og ferðalög að fara í gang að nýju og það er sannarlega hægt að slá í gegn með því að taka eina skúffuköku með í ferðalagið. Hana má baka í skúffukökuformi sem hægt er að setja lok á og því auðvelt að pakka henni og ferðast án þess að hún verði fyrir hnjaski.

Skúffukaka uppskrift

Við erum hins vegar ekki útilegufólk svo þessi dásemd var bökuð hér með sunnudagskaffinu og voru sneiðar afhentar til nágranna í smakk og fékk hún mikið lof.

Góð skúffukaka uppskrift

Útileguskúffa

Skúffukaka uppskrift

 • 460 g hveiti
 • 60 g Cadbury bökunarkakó
 • 290 g sykur
 • 220 g púðursykur
 • 1 ½ tsk. lyftiduft
 • ½ tsk. salt
 • 120 g sýrður rjómi
 • 250 g AB mjólk
 • 3 egg
 • 180 ml matarolía
 • 3 tsk. vanilludropar
 • 330 ml heitt, sterkt kaffi
 1. Hitið ofninn í 170°C, klæðið skúffukökuform með bökunarpappír að innan og spreyjið vel með matarolíuspreyji (eða spreyjið bara beint í formið).
 2. Sigtið hveiti og bökunarkakó í hrærivélarskálina og bætið næst öðrum þurrefnum saman við hveitiblönduna.
 3. Pískið allt „blautt“ saman í aðra skál og blandið síðan varlega saman við þurrefnin á lágum hraða í hrærivélinni.
 4. Skafið niður á milli og hrærið þar til slétt og þunnt deig hefur myndast.
 5. Bakið í um 35-40 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út.

Krem uppskrift

 • 300 g smjör við stofuhita
 • 60 g Cadbury bökunarkakó
 • ½ tsk. salt
 • 400 g flórsykur
 • 130 g heit súkkulaðisósa (keypt tilbúin á flösku)
 1. Þeytið smjörið þar til létt og ljóst.
 2. Bætið kakóinu og saltinu saman við og þeytið áfram, skafið niður á milli.
 3. Bætið næst flórsykri og súkkulaðisósu saman við í nokkrum skömmtum og skafið niður á milli (ekki er þörf á því að hita sósuna, bara vigta hana beint úr flöskunni).
 4. Þeytið kremið þar til létt og ljóst og smyrjið því næst yfir kökuna.
Skúffukaka með Cadbury kakói

Mmmmm, mikið sem ég væri til í eina sneið af þessari dásemd akkúrat núna!

Súkkulaðikaka uppskrift

Virkilega mjúk og góð og kremið ómótstæðilegt. Gaman að prófa eitthvað nýtt í kremgerð en heita súkkulaðisósu hef ég ekki prófað áður að setja í kremið og það kom virkilega vel út í bland við kakóið.

Gamaldags skúffukaka uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun