SnæfellsjökullMidnight sun at Snæfellsjökull

Sólstöðuganga á Snæfellsjökul er eitthvað sem allir ættu að upplifa á ævinni. Að komast á toppinn eftir nokkurra klukkustunda göngu er engu líkt og að fá svona veður eins og við vorum heppin með setti auðvitað algjörlega punktinn yfir I-ið. Ég mun aldrei gleyma þessari fegurð og ævintýri!

Siggi Everestfari guide

Við lögðum af stað frá Arnarstapa eftir kvöldmat eitt miðvikudagskvöld því spáin lofaði góðu. Við fórum í sólstöðugöngu með Fjallhalla Adventurers með reyndum leiðsögumönnum og hér er Siggi Everestfari fremstur í flokki að hefja gönguna á toppinn.

Hike to Snæfellsjökull

Hópnum var skipt niður í þrjár línur og við gengum með frábæra Markúsi leiðsögumanni sem við höfum nokkrum sinnum ferðast með áður. Það var góð stemming í hópnum og við hefðum ekki getað verið heppnari með veður.

Ganga á Snæfellsjökul

Gangan sjálf er ekki mjög erfið ef maður er í þokkalegu formi. Það er byrjað í um 400 m hæð svo þetta er um 1200 m hækkun eða svo í heildina og um 12 km.

snæfellsjökull ganga

Við vorum svo heppin að eyða um 2,5 klukkustund á toppnum í rjómablíðu. Þeir sem vildu fengu að ganga upp á Miðþúfu og komast þannig alveg upp á topp og það var frábær upplifun. Við náðum bæði að sjá sólsetrið þetta kvöld og síðan sólarupprásina skömmu síðar, alveg hreint magnað.

snæfellsjökull ganga

Ég tók mynd í sitthvora áttina á sömu mínútu frá toppnum og þetta varð útkoman, „Sun & Moon“, hversu geggjað!

Miðþúfa á Snæfellsjökli

Það var smá brölt að komast alla leið á toppinn á Miðþúfu en allir voru öruggir í línu, á jöklabroddum og með exi svo þetta var bara ævintýri útaf fyrir sig.

Midnight sun á Snæfellsjökli

Við hjónin frekar sátt með kvöldið.

Primus hitabrúsi á jökli

Það er síðan fátt sem jafnast á við heitt súkkulaði og nýbakaða kanilsnúða í nestispásunni. Þessi snilldarbrúsi frá Ellingsen (#samstarf) hélt sjóðandi heitu allan tímann svo hann verður sannarlega tekinn áfram með í kaldar ferðir, já og líklega heitar líka, hahaha! Elín Heiða dóttir okkar hafði síðan bakað snúða fyrr um daginn svo það var alveg fullkomið að taka þá með í nesti.

Sólsetur á Snæfellsjökli

Ég hefði getað setið þarna alla nóttina og horft á þessa fegurð, gat í það minnsta ekki hætt að taka myndir!

snæfellsjökull ganga

Þetta var hreinlega eins og málverk.

Gengið á Snæfellsjökul

Hér er hópur á leið á Miðþúfu.

Sólarlag við Snæfellsjökul

Algjörlega magnað!

Hiking on Snæfellsjökull

Það kom þó að því að við þurftum að snúa niður og það eina í stöðunni var að njóta þess fallega útsýnis líka til fullnustu.

snæfellsjökull ganga

Að ganga niður með Arnarstapa, Stapafell og spegilsléttan sjó fyrir framan sig var alls ekkert slor!

Snæfellsjökull Iceland

Svo var ansi fallegt að líta upp aftur þegar niður var komið!

Hiking with Fjallhalla Adventurers on Snæfellsjökull

Hversu fallegt!

Vona ég hafi náð að kveikja áhugann hjá ykkur á gönguferð á Snæfellsjökul með þessari umfjöllun. Það er svo gaman að deila svona upplifun í máli og myndum og sýna hversu dásamleg ævintýri leynast á Íslandinu okkar góða.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun