Babyback rif og kartöflusalat



⌑ Samstarf ⌑
bbq rif og kartöflusalat

Það er fátt betra en grilluð rif sem losna auðveldlega af beinunum. Á þessu heimili elskar öll fjölskyldan rif og því eru eldaðir stórir skammtar í hvert sinn svo allir fái nægju sína, hahaha!

Hér fyrir ofan má sjá myndband sem við gerðum fyrir Gerum daginn girnilegan á dögunum.

Rif og kartöflusalat uppskrift

Það er mjög auðvelt að elda sjálfur rif frá grunni en best þykir mér að nota ráðið frá Stefáni vini mínum en það er að hægelda þau í steikarpoka og síðan pensla með BBQ sósu og skella á grillið. Það er aðferð sem er einföld og getur ekki klikkað.

Grilluð rif uppskrift

BabyBack rif og kartöflusalat

Fyrir um 4 manns

BabyBack rif

  • 4 x heil óelduð BabyBack rif
  • Steikarkrydd
  • 2 x steikarpoki
  • Bull‘s Eye Original BBQ sósa
  1. Hitið ofninn 150°C.
  2. Kryddið rifin vel beggja megin og komið þeim fyrir í steikarpoka, 2 rif í hvorn poka.
  3. Hægeldið rifin í pokunum í 1,5 klst, takið þau þá út, opnið pokann og leyfið hitanum aðeins að rjúka úr.
  4. Penslið örþunnu lagi af BBQ sósu á rifin beggja megin og grillið á vel heitu grilli skamma stund (þetta gert til þess að fá stökka húð á kjötið).
  5. Takið af grillinu og penslið 2 x BBQ sósu á báðar hliðar að nýju, skerið niður, stráið smá sesamfræjum yfir til skrauts og berið fram.

Kartöflusalat uppskrift

  • 650 g soðnar kartöflur
  • 4 harðsoðin egg
  • ½ rauðlaukur smátt saxaður
  • 1 stöng sellerí smátt saxað
  • 1 msk. kóríander saxað
  • 200 g Heinz majónes
  • 2 msk. Heinz sætt sinnep
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. pipar
  1. Skerið kartöflur og egg í 4 hluta.
  2. Blandið majónesi, sinnepi, sítrónusafa og kryddum saman í skál þar til kekkjalaust.
  3. Blandið þá öllum hráefnunum varlega saman með sleif og geymið í kæli fram að notkun.
Bullseye bbq sósa á rifin

Nú er ekkert annað í stöðunni en að skella þessari snilld á grillið!

Heimagerð rif á grillið

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun