Eplapanna á grillið⌑ Samstarf ⌑

Eplapæ er eitthvað sem flestir elska og hvað þá þegar maður setur smá karamellu saman við, namm! Það er mjög einfalt að útbúa eplapæ á grillið, hvort sem það er til að grípa með í ferðalagið eða til að grilla heima við. Það væri hægt að setja þetta í álpappírsform alveg eins og pönnu og einnig hægt að gera með smá fyrirvara og geyma plastað í kæli fram að grillun.

Hér fyrir ofan sjáið þið stutt myndband þar sem ég malla í þessa uppskrift fyrir Gerum daginn girnilegan.

Eplapanna á grillið uppskrift

Eplafylling

 • 4 x Gala/Jonagold epli
 • 25 g hveiti
 • 30 g púðursykur
 • ¼ tsk. salt
 • 25 g eplasafi
 • 1 tsk. kanill
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 30 g brætt smjör
 1. Afhýðið eplin og kjarnhreinsið. Skerið í þunnar sneiðar (hvert epli í 12-16 sneiðar).
 2. Pískið öll önnur hráefni saman í skál og hellið eplasneiðunum næst ofan í og blandið saman með sleif.
 3. Smyrjið grillpönnu vel með smjöri, hellið eplafyllingunni ofan í og útbúið hafratoppinn.

Hafratoppur og karamellur

 • 150 g Dumle karamellur
 • 70 g smjör (kalt)
 • 70 g hveiti
 • 70 g púðursykur
 • 50 g tröllahafrar
 • ½ tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. kanill
 • ½ tsk. salt
 1. Skerið karamellurnar niður í bita (um 3 bita hverja), geymið til hliðar.
 2. Skerið smjörið niður í smáa teninga og blandið því saman við restina af hráefnunum.
 3. Gott er að hnoða hafratoppinn saman í höndunum og/eða stappa með gaffli þar til allt er blandað saman í þétt smjördeig.
 4. Stráið þá karamellunum yfir eplafyllinguna og myljið næst hafratoppinn yfir allt.
 5. Grillið við vægan hita í 20 mínútur með álpappír yfir pönnunni, takið þá álpappírinn af og grillið í um 10 mínútur til viðbótar eða þar til hafratoppurinn fer aðeins að gyllast.
 6. Leyfið hitanum aðeins að rjúka úr og berið fram með vanilluís og karamellusósu (sjá uppskrift að neðan).

Karamellusósa uppskrift

 • 100 g Dumle karamellur
 • 30 ml rjómi
 1. Bræðið saman við vægan hita þar til karamellurnar bráðna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun