Asískir kjúklingavængir⌑ Samstarf ⌑
Sticky wings uppskrift

Ég er mikið fyrir stökka kjúklingavængi, hvort sem ég er að kaupa mér „Hot Wings“ á KFC, stökka BBQ vængi á Barion eða útbúa þá heima. Þessi uppskrift lukkaðist virkilega vel og þetta eru með bestu kjúklingavængjum sem ég hef smakkað. Þeir munu án efa verða útbúnir reglulega á þessu heimili á komandi árum, það nokkuð er víst.

Heimagerðir kjúklingavængir uppskrift

Asískir kjúklingavængir uppskrift

Kjúklingavængir

 • Um 1,2 kg kjúklingavængir (2 pakkar)
 • 2 msk. lyftiduft
 • 1 tsk. salt
 • ½ tsk. cheyenne pipar
 • ½ tsk. pipar
 • Asísk sósa (sjá uppskrift)
 • Vorlaukur
 • Sesamfræ frá Til hamingju
 1. Skerið vængina í sundur á liðamótunum svo þið endið með þrjá hluta, hendið minnsta hlutanum og raðið í ofnskúffu.
 2. Blandið saman lyftidufti og kryddum í skál og stráið yfir kjúklinginn á báðum hliðum svo hann hjúpist allur, gott er að nota lítið sigti.
 3. Raðið vængjunum þá á ofngrind (með skúffu undir) og bakið í 120° heitum ofni í 25 mínútur, hækkið hitann í 220° og bakið í aðrar 25 mínútur eða þar til vængirnir verða gylltir og stökkir. Gott er að útbúa sósuna á meðan.
 4. Takið úr ofninum, setjið bitana í skál, hellið sósunni yfir og vefjið saman við með sleif þar til allir bitar eru vel hjúpaðir.
 5. Færið yfir á disk/fat og skreytið með vorlauk og sesamfræjum.

Asísk sósa

 • 1 tsk. ólífuolía
 • 2 rifin hvítlauksrif
 • 4 msk. Kikkoman Teriyaki BBQ sósa með hunangi
 • 2 msk. Kikkoman Teriyaki sósa með hvítlauk
 • 5 msk. Kikkoman soyasósa
 • 7 msk. púðursykur
 • 1 tsk. lime safi
 1. Setjið allt saman í pott, hitið að suðu og leyfið að sjóða saman í 5-8 mínútur.
 2. Þegar blandan fer aðeins að þykkna má hella henni yfir stökka vængina.
Kjúklingavængir uppskrift
kjúklingavængir með sesamfræjum

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun