
Ég legg ekki meira á ykkur! Frosin ananas margaríta er eitthvað annað, NAMM!
Ég er mjög hrifin af ananassafa og öllu með ananas, líka á pizzu já…..svo það er kannski mögulegt að ég sé komin með nýjan uppáhalds kokteil fyrir lífstíð, hahaha!

Frosin ananas margaríta
Dugar í 2 glös
- 100 ml Sauza Tequila Silver
- 60 ml Cointreau appelsínulíkjör
- 60 ml limesafi
- 80 ml ananassafi
- 60 ml hlynsýróp
- Fullt af klökum
- Flögusalt á glasbrúnina
- Strjúkið limesafa á kantinn á glösunum og dýfið í flögusalt til að fá smá saltbrún.
- Setjið allt annað í blandarann og bætið við klökum þar til þið fáið „slush“ áferð á drykkinn.
- Hellið í glös og skreytið með sneið af lime.

Þennan hreinlega verðið þið að prófa!
