Ostasalat⌑ Samstarf ⌑
Ostasalat með kryddostum

Klassískt ostasalat er salat sem engan svíkur, það er bara þannig!

Ostasalat og snakk

Hér kemur mín útfærsla af slíku fyrir ykkur að njóta…..með Finn Crisp snakki, namm!

Ostasalat uppskrift

Ostasalat og snakk

 • 1 x Hvítlauks kryddostur
 • 1 x Mexíkó kryddostur
 • 1 rauð paprika
 • 4 vorlaukar
 • 15-20 rauð vínber
 • 180 g (ein dós) sýrður rjómi
 • 100 g majónes
 • ½ tsk. salt
 • ¼ tsk. pipar
 • Finn Crisp snakk með Creamy Ranch bragði
 1. Skerið ostana niður í litla teninga og setjið í skál.
 2. Saxið papriku og vorlauk smátt og skerið vínberin í 4 hluta og hellið í skálina.
 3. Setjið að lokum sýrðan rjóma, majónes og krydd í skálina og blandið öllu varlega saman.
 4. Njótið með Finn Crisp snakki.
Ostasalat og Finn Crisp snakk

Mmmm þetta er svo gott, allt of langt síðan ég gerði svona síðast!

Klassískt ostasalt með kryddostum

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun