
Klassískt ostasalat er salat sem engan svíkur, það er bara þannig!

Hér kemur mín útfærsla af slíku fyrir ykkur að njóta…..með Finn Crisp snakki, namm!

Ostasalat og snakk
- 1 x Hvítlauks kryddostur
- 1 x Mexíkó kryddostur
- 1 rauð paprika
- 4 vorlaukar
- 15-20 rauð vínber
- 180 g (ein dós) sýrður rjómi
- 100 g majónes
- ½ tsk. salt
- ¼ tsk. pipar
- Finn Crisp snakk með Creamy Ranch bragði
- Skerið ostana niður í litla teninga og setjið í skál.
- Saxið papriku og vorlauk smátt og skerið vínberin í 4 hluta og hellið í skálina.
- Setjið að lokum sýrðan rjóma, majónes og krydd í skálina og blandið öllu varlega saman.
- Njótið með Finn Crisp snakki.

Mmmm þetta er svo gott, allt of langt síðan ég gerði svona síðast!
