Rjómaostadýfa með grænmeti og snakki⌑ Samstarf ⌑
grænmetisídýfa með snakki í hollari kantinum

Það slær enginn hendinni á móti ferskri og bragðgóðri ídýfu á þessu heimili. Við höfum í mörg ár gert Nachos ídýfuna hennar Þórunnar vinkonu og kemur þessi frá sama grunni. Það er bara eitthvað við að hræra rjómaosti og salsasósu saman sem fer einstaklega vel með snakki, namm!

Holl ídýfa

Ef þessi smellpassar ekki í næsta partý þá veit ég ekki hvað!

Fersk ídýfa með grænmeti

Rjómaostadýfa með grænmeti og snakki

 • 400 g rjómaostur við stofuhita
 • 400 g salsasósa
 • Romaine salat (2 lúkur)
 • ½ gul paprika
 • ½ rauð paprika
 • ½ rauðlaukur
 • 10 kirsuberjatómatar
 • 2 vorlaukar
 • 1 ferskt jalapeno
 • 4 msk. saxað kóríander
 • 50 g Cheddar ostur
 • Finn Crisp snakk að eigin vali
 1. Hrærið rjómaost og salsasósu saman í hrærivél þar til bleik og slétt blanda myndast.
 2. Hellið í fallega skál/fat.
 3. Skerið/saxið allt grænmeti smátt niður, blandið því næst saman ásamt rifnum Cheddar osti og stráið yfir rjómaostablönduna.
 4. Njótið með Finn Crisp snakki.
Finn Crisp snakk og grænmetisídýfa

Finn Crisp snakkið fer ótrúlega vel með þessari ídýfu, ég hreinlega gat ekki hætt þegar ég byrjaði, hahaha!

Snakk og ídýfa heimagert

Ekki skemmir síðan fyrir að það er mun hollara en margt annað snakk!

Nachos ídýfa með grænmeti

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun