Ostabakki unga fólksinsOstabakki fyrir ungt fólk, fermingarbörn og alla sem elska osta

Á dögunum setti ég saman ostabakka fyrir MS sem var hugsaður fyrir fermingarbörn. Börn og unglingar vilja ekki endilega alltaf það sama og fullorðnir svo ég spurði stelpurnar mínar, 4, 12 og 17 ára hvað þær myndu vilja setja á ostabakkann sinn og þetta varð útkoman. Dúndurgóður ostabakki sem að sjálfsögðu er fyrir unga, jafnt sem aldna!

rjómaostur og sweet chili og ostapinnar

Ostabakki unga fólksins

 • Mexíkóostur 
 • Rjómaostur með sweet chili í skál (+ nachos)
 • Dala Hringur
 • Ostapinnar (Góðostur + vínber+ salami)
 • Feykir
 • Kex + brauð
 • Pestó
 • Hnetur
 • Súkkulaðihjúpuð jarðarber
barnvænn ostabakki

Ég má til með að deila útkomunni með ykkur hér en þessi bakki sló heldur betur í gegn hér á heimilinu og að mati miðjunnar minnar vega mexíkóostur og súkkulaðihjúpuð jarðarber hæst, hahaha!

Ostapinnar á priki

Ostapinnar eru eitthvað sem eiga það til að gleymast en það er algjör nostalgía að útbúa þá og allir elska ostapinna! Litla mín sem er 4 ára hámaði þessa pinna í sig og fannst mjög spennandi að borða af pinnanum.

Ostabakki fyrir krakka og unglinga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun