Shawarma bollur í naan



⌑ Samstarf ⌑
Shawarma bollur í naan

Hér er á ferðinni ekta heimagerður „Street-food“ réttur með geggjuðum Shawarma bollum. Þetta var svo gott að það mun ekki líða á löngu þar til þessi réttur verður eldaður aftur á þessu heimili!

Shawarma in naan bread

Kjötið í bollunum er mjög gott og framandi kryddblandan gefur réttinum indverskan blæ.

Shawarma í naan brauði

Shawarma bollur í naan

Fyrir um 4 manns

Kjötbollur í naan uppskrift

  • Naan brauð (6 lítil stykki)
  • 500 g Shawarma kjötbollur frá Norðlenska
  • Saxað kínakál
  • Agúrka
  • Paprika
  • Rauðlaukur
  • Kóríander
  • Ólífuolía til steikningar
  • Jógúrtsósa (sjá uppskrift að neðan)
  1. Útbúið jógúrtsósuna og geymið í kæli á meðan annað er útbúið.
  2. Hitið ofninn í 180°C.
  3. Brúnið kjötbollurnar upp úr ólífuolíu í nokkrar mínútur og færið þá yfir í eldfast mót og hitið í ofni í 15 mínútur til viðbótar.
  4. Skerið á meðan niður grænmeti og hitið naan brauðin.
  5. Setjið saman með því að setja smá sósu í naan brauðið, grænmeti að vild og nokkrar kjötbollur ,svo má setja meiri jógúrtsósu yfir allt ásamt kóríander.

Jógúrtsósa uppskrift

  • 300 g grísk jógúrt
  • 2 tsk. lime safi
  • 1 msk. saxað kóríander
  • 1 rifið hvítlauksrif
  • Salt og pipar
  1. Pískið allt saman í skál og smakkið til með salti og pipar.
  2. Geymið í kæli fram að notkun.
Shawarma bollur frá Norðlenska

Mmm ég fæ sko vatn í munninn við að skrifa þessa færslu og þessi dýrindis máltíð er tilbúin á hálftíma! Ég byrjaði á því að útbúa jógúrtsósuna og setti inn í ísskáp, steikti síðan bollurnar og setti í ofninn og á meðan skar ég niður grænmetið og lagði á borðið!

Street food til að gera heima með shawarma bollum

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun