Fljótlegar kjúklingapizzur⌑ Samstarf ⌑
Naan pizza með sweet chili sósu, kjúkling, papriku, rauðlauk og kóríander

Hér er á ferðinni tortilla pizza sem ég gerði einu sinni reglulega en var búin að steingleyma þar til hún poppaði upp í kollinn á mér á dögunum. Ég fékk hana fyrst hjá Sonju vinkonu í Seattle og held hún sé úr fyrstu matreiðslubókinni hennar Yesmine, án þess þó að ég sé viss. Heldur er ég ekki með upprunalegu uppskriftina á hreinu en hún var í það minnsta nokkurn vegin svona held ég, haha!

Fljótleg pizza með sweet chil sósu

Þessi uppskrift er súpereinföld, fljótleg og hrikalega góð! Mikið sem ég er glöð að hafa munað eftir henni, nú verður hún gerð á þessu heimili reglulega að nýju!

naan pizza

Fljótlegar kjúklingapizzur uppskrift

Uppskrift dugar í 4 tortilla pizzur (myndi áætla 2 á mann)

 • 4 tortilla kökur
 • 2 eldaðar kjúklingabringur
 • 8 msk. Sweet chili sósa (2 msk. á hverja köku)
 • 1 rauð paprika
 • 1 rauðlaukur
 • Rifinn ostur
 • Kóríander
 • Hellmann‘s Jalapeno Garlic Street Food sósa
 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Smyrjið tortillaköku með sweet chili sósu.
 3. Skerið kjúkling og raðið honum jafnt á kökurnar.
 4. Skerið papriku í mjóa strimla og rauðlauk í sneiðar og skiptið niður á kökurnar.
 5. Rífið ost yfir allt og bakið í um 8 mínútur.
 6. Stráið kóríander yfir í lokin og sprautið Street Food sósu yfir allt eftir smekk.

Þessi sósa er alveg brjálæðislega góð. Við elskum að setja hana yfir allar pizzur og hún passaði einstaklega vel með þessari hér! Hún er líka góð yfir salat, vefjur, samlokur og ýmislegt fleira. Ég keypti tilbúinn kjúkling sem ég skar niður svo ef þið kaupið heilan slíkan má vel gera fleiri pizzur úr honum. Myndi halda þið næðuð alveg um 8 pizzum ef þið mynduð nýta allt kjöt.

Naan pizza með kjúkling

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun