„French Toast“



⌑ Samstarf ⌑
Eggjabrauð og bröns með beikoni

„French Toast“ er að mínu mati nokkurs konar sameining á pönnuköku og brauði. Þetta er klárlega einfaldari útgáfan af „Bröns“ en hver segir að þetta þurfi að vera flókið! „French Toast“ með nóg af sýrópi, beikon, ávextir og safi er allt sem í rauninni þarf, nammi, namm!

einfaldur bröns

Að þessu sinni notuðum við hvítt snittubrauð en það má að sjálfsögðu nota hvaða brauð sem er. Hvítt samlokubrauð notum við oftast en það var ekki til í bakaríinu þennan dag svo ég ákvað að prófa þessa útfærslu hér sem heppnaðist svona líka vel.

Einfaldur morgunverður með eggi og beikoni

„French Toast“

Fyrir um 4 manns

  • 1 x snittubrauð skorið í þykkar sneiðar (um 15 sneiðar)
  • 6 egg
  • 220 ml rjómi
  • 1 tsk. kanill
  • 1 msk. sykur
  • 1 tsk. vanilludropar
  • Smjör til steikingar
  • Steeves Maples sýróp
  1. Pískið saman egg, rjóma, kanil, sykur og vanilludropa og hitið smjör á meðalháum hita á pönnu á meðan.
  2. Leyfið hverri sneið aðeins að liggja í eggjablöndunni svo hún drekki hana vel í sig.
  3. Steikið síðan nokkrar sneiðar í einu á báðum hliðum þar til brauðið verður gullinbrúnt.
  4. Berið fram með nóg af sýrópi og öðru sem hugurinn girnist.

Annað meðlæti í brönsinn

  • Steikt beikon
  • Jarðarber
  • Bláber
  • Pfanner ávaxtasafi (epla og appelsínu)
Bröns með sýrópi Steeves Maples

Við elskum hlynsýróp (maple-sýróp) og notum það jafnt yfir brauðið, ávextina og beikonið því það verður jú allt betra með sýrópi!

Pfanner ávaxtasafi með brönsinum

Það eru til ýmsir ávaxtasafar frá Pfanner og eru þeir hver öðrum betri. Að þessu sinni vorum við með epla- og appelsínusafa með sem er auðvitað bara klassík.

Sýróp með pönnukökum

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun