Vanillukaka með kókosblæ⌑ Samstarf ⌑
Kókos- og vanillukaka

Þessa dásamlegu köku útbjó ég fyrir jólablað Fréttablaðsins í desember. Hún er ekki bara falleg, heldur yndislega ljúffeng og hentar vel hvort sem það er fyrir veislu eða sunnudagskaffið!

Vanillukaka með kókoskremi uppskrift

Kókosmjölið gerir hana skemmtilega öðruvísi og smá eins og hún sé öll í snjó sem gerir hana vetrarlega og fallega.

Ljúffeng kaka með vanillubragði

Vanillukaka með kókosblæ uppskrift

Vanillubotnar uppskrift

 • 1 x Betty Crocker Vanilla Cake Mix
 • 3 egg
 • 100 ml ljós matarolía
 • 100 ml vatn
 • 100 ml kókosrjómi
 • 100 g Til hamingju kókosmjöl
 1. Hitið ofninn í 160°C og penslið 3 x 15 cm kökuform vel með matarolíu.
 2. Hrærið saman eggjum, matarolíu, vatni og kókosrjóma í hrærivélarskálinni.
 3. Bætið kökuduftinu saman við og hrærið á meðalhraða í nokkrar mínútur, skafið niður á milli.
 4. Bætið að lokum kókosmjölinu í deigið og blandið létt.
 5. Skiptið deiginu jafnt á milli formanna og bakið þar til prjónn kemur hreinn út (um 25 mínútur).

Vanillu- og kókoskrem uppskrift

 • 80 g smjör við stofuhita
 • 100 g rjómaostur við stofuhita
 • 1000 g flórsykur
 • 100 ml kókosrjómi
 • 2 tsk. vanillusykur
 1. Hrærið saman smjör og rjómaost þar til létt og ljóst.
 2. Bætið öðrum hráefnum saman við á víxl og skafið niður á milli.
 3. Þeytið þar til létt og ljóst krem hefur myndast.

Skraut og samsetning

 • Til hamingju gróft kókosmjöl
 • 8 stk hvítar Lindor kúlur
 1. Smyrjið rúmlega 1 cm af kremi á milli botnanna og hjúpið kökuna með þunnu lagi af kremi, kælið þar til kremið fer að taka sig (um 30 mínútur).
 2. Smyrjið þá næstu umferð af kremi á alla kökuna til að þekja hana vel og sléttið vel úr toppnum og hliðunum.
 3. Takið fulla lúku í senn af kókosmjöli og rennið upp hliðarnar frá botni og upp að toppi. Gott er að gera þetta yfir bökunarskúffu til þess að umfram kókosmjöl geti hrunið niður í skúffuna.
 4. Þegar hliðarnar eru vel þaktar kókosmjöli má setja krem í sprautupoka með stórum stjörnustút (t.d 2D frá Wilton) og sprauta 8 toppa allan hringinn efst á kökunni.
 5. Að lokum má setja Lindor kúlu á hvern smjörkremstopp og geyma síðan kökuna í kæli.
Vanillukaka með til hamingju kókosmjöli

Mmmmm…….

Vanillu- og kókoskaka

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun