Nautalund í sinnepshjúp



⌑ Samstarf ⌑
Nautalund eldunartími og leiðbeiningar

Hér er á ferðinni undursamleg nautalund í sinnepshjúp með æðislegu meðlæti. Alls ekki flókin eldamennska og þvílík veislumáltíð.

Dijon sinnep á steikina frá Maille

Þessi máltíð hentar á hvaða tíma ársins og er frábær lausn yfir hátíðirnar fyrir þá sem vilja ekki reykt kjöt og langar til að prófa eitthvað nýtt.

Nautalund í sinnepsmarineringu með sveppasósu og apsas

Nautalund í sinnepshjúp uppskrift

Fyrir um 4-5 manns

Nautalund eldunaraðferð

  • 1 kg nautalund
  • Gróft salt
  • 5 msk. Maille Dijon sinnep (Original)
  • 2 rifin hvítlauksrif
  • 1 tsk. oregano
  • 1 tsk. saxað timian
  • 1 msk. söxuð steinselja
  • 1 msk. söxuð basilíka
  • ¼ tsk svartur pipar
  • Smjör til steikingar
  1. Snyrtið nautalundina og saltið vel, hitið ofninn í 220°C.
  2. Hrærið öllum öðrum hráefnum saman í skál og leggið til hliðar á meðan þið steikið lundina.
  3. Setjið smjör á pönnu og hitið vel, steikið lundina stutta stund á öllum hliðum rétt til þess að brúna hana/loka henni og notið síðan safann/smjörið til að steikja sveppina upp úr fyrir sósuna.
  4. Setjið lundina næst á ofngrind, smyrjið á hana sinnepshjúpnum, stingið kjöthitamæli í hana miðja á þykkasta hlutanum og eldið í ofninum þar til kjarnhiti sýnir 56°C eða lengur ef þið viljið hana betur eldaða.
  5. Leggið álpappír lauslega yfir hana og hvílið kjötið í um 15 mínútur áður en þið skerið í það. Hitinn hækkar oftast upp í 58-60° C (medium-rare)  á þessum tíma.
Sveppasósa með steikinni

Sveppasósa uppskrift

  • 250 g kastaníusveppir
  • 70 g smjör
  • 500 ml rjómi
  • 1 msk. Maille Dijon sinnep (Original)
  • 1 msk. koníak (ef vill, má sleppa)
  • Nautakraftur
  • Salt og pipar
  • ½ tsk. saxað timían
  • Maizenamjöl
  1. Þegar nautalundin hefur verið færð inn í ofninn má setja smjörið á sömu pönnu, skera niður sveppina og steikja á meðalháum hita þar til þeir mýkjast.
  2. Þá má hella rjómanum saman við ásamt sinnepinu, þykkja með Maizena og smakka til með krafti, kryddum og koníaki ef slíkt er notað.
Kartöflur í ofni með timían

Ofnbakaðar kartöflur


• 1 kg litlar kartöflur
• Ólífuolía
• Gróft salt, pipar, timían

  1. Setjið kartöflurnar í ofnskúffu.
  2. Dreypið vel af ólífuolíu yfir og kryddið.
  3. Hitið í 200°C heitum ofni í um 30 mínútur eða þar til kartöflurnar mýkjast.
Smjörsteiktur aspas

Smjörsteiktur aspas


• 1 búnt ferskur aspas
• 50 g smjör
• Salt og pipar

  1. Bræðið smjörið við meðalháan hita.
  2. Skerið/brjótið neðsta hlutann af aspasinum og steikið hann síðan þar til hann fer að mýkjast, kryddið til með salti og pipar.
Nautalund eldun

Ég mæli sannarlega mað því að þið prófið þessa uppskrift. Kjöt, sósa, kartöflur og aspas, það þarf ekkert að vera flóknara en svo!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun