
Pastasalat er eitthvað sem hentar fyrir fjölbreytt tilefni. Þetta er frábær kvöldverður, hádegisverður, nesti í göngur nú eða til að setja í stóra skál á veisluborðinu! Ekki skemmir síðan fyrir hvað það er ótrúlega einfalt og gott bæði volgt sem kalt.

Pastasalat uppskrift
- 500 g pastaskrúfur
- 150 g Sacla Intenso Pasta Sauce með tómötum og ólífum
- Um 15 stk. kirsuberjatómatar
- 1 dós mozzarellaperlur (180 g)
- 250 g ítölsk salami pylsa
- 1 rauðlaukur
- 2 msk. söxuð steinselja
- Sjóðið pastaskrúfur samkvæmt leiðbeiningum á pakka og látið kalt vatn renna strax yfir.
- Vefjið næst pastasósunni saman við pastaskrúfurnar.
- Skerið tómata niður, salami pylsuna í teninga og saxið niður rauðlaukinn.
- Blandið að lokum öllum hráefnunum saman og njótið.

Þetta pastasalat gerði ég á dögunum fyrir auglýsingu fyrir Sacla en auglýsinguna getið þið séð hér fyrir neðan.
Það er svo gaman að taka þátt í svona verkefnum og sjá síðan hvernig snillingarnir hjá Pipar ná að setja þetta saman í súparflotta auglýsingu.
