Humar tempura tacos



⌑ Samstarf ⌑
Lobster taco with chili mayo

Hér erum við klárlega búin að taka „street food“ upp á næsta stig! Þið munið ef til vill eftir því þegar ég gerði humar tempura með chili mæjó fyrir ekki svo löngu. Það var svo brjálæðislega gott að ég hef ekki getað hætt að hugsa um það síðan. Þetta er í raun sama uppskrift nema nú komin í vefju með fersku hrásalati og geggjuðu nýju Creamy Chili majónesi frá Hellmann’s.

Djúpsteiktur humar í vefju með chili majó

Þetta var svo gott að því fá engin orð lýst, það er bara þannig! N A M M, N A M M, N A M M!

Humar tempura tacos

Humar tempura tacos uppskrift

Orlydeig uppskrift

  • 300 g hveiti
  • 1 ½ tsk. lyftiduft
  • 1 ½ tsk. salt
  • 330 ml Pilsner
  • 2 egg
  • 3 msk. ólífuolía
  1. Blandið öllum hráefnum saman í skál og pískið þar til jafningur hefur myndast, setjið í kæli á meðan annað er undirbúið en að minnsta kosti í 30 mínútur.

Hrásalat uppskrift

  • 200 g rauðkál, niðurskorið (fínt)
  • 2 msk. kóríander (saxað)
  • ½ rauðlaukur, niðurskorinn (fínt)
  • 100 g Hellmann‘s majónes
  • ½ tsk. salt
  • 1 msk. sykur
  1. Blandið öllum hráefnum saman með sleif og geymið í kæli fram að notkun.

Humar fyrir orlydeig

  • Um 700 g skelflettur humar (fæst í næsta stórmarkaði)
  • Salt, pipar og hvítlauksduft
  • Steikingarolía (um 700 ml)
  1. Skolið og þerrið humarinn, kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti.
  2. Setjið hann ofan í orlydeigið og veltið um þar með sleif þar til allir bitar eru hjúpaðir deigi.
  3. Hitið steikingarolíuna þar til hún er vel heit og lækkið þá hitann niður í meðalháan hita. Gott er að prófa að setja smá orlydeig í pottinn til að gera „test“ og ef það fer strax að „bubbla“ vel er tímabært að lækka aðeins hitann og setja eins og 10+ humarbita ofan í í einu í um 2 mínútur í senn eða þar til þeir verða gylltir (ég steikti á stillingu 7 af 9 hjá mér), gott að velta þeim aðeins um á meðan þeir steikjast.
  4. Gott er að nota kleinuspaða eða annan götóttan spaða til að veiða bitana upp úr pottinum, hrista olíuna vel af og leggja á nokkur lög af eldhúspappír til að umfram olía leki af og bitarnir haldist stökkir.

Samsetning og annað hráefni

  • Hellmann‘s Creamy Chilli Mayo
  • Mini vefjur
  • Romaine salat
  • Avókadó
  • Kóríander
  • Lime (til að kreista yfir)
  1. Best finnst mér að byrja á því að gera deigið og geyma það í kæli á meðan annað er undirbúið.
  2. Næst má gera rauðkálið og geyma í kæli fram að notkun.
  3. Þá má steikja humarinn sem búið er að velta upp úr orlydeigi, skera niður grænmetið og loks raða öllu saman í vefjuna og setja vel af Creamy Chilli Majónesi yfir allt saman.
hellmann's creamy chilli mayo

Það er í raun alls ekki flókið að djúpsteikja mat. Ég skellti í deigið stuttu áður því það þarf að standa aðeins í kæli fyrir notkun, það tók nokkrar mínútur að skera í hrásalatið og annað grænmeti og þá var í raun ekkert eftir nema steikja humarinn og hita vefjurnar.

Creamy chilli mayo in taco

Mér finnst best að velta humrinum upp úr deiginu og nota síðan bara hendurnar til að tína þá upp úr og ofan í pottinn, þannig nær maður að setja slatta niður í einu og ætli ég hafi ekki steikt allan þennan humar í eins og 5-6 skömmtum. Síðast þear ég gerði þetta var ég að nota töng og það var seinlegra svo framvegis mun ég nota guðsgafflana, bara passa sig að fara ekki of nálægt olíunni til að brenna sig ekki.

Humarvefjur með djúpsteiktum humri

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun