Síldarsnittur⌑ Samstarf ⌑
Snittur með síld

Það er súpereinfalt að útbúa gómsætar síldarsnittur, hvort sem það er fyrir heimilismeðlimi, gesti og gangandi eða fyrir veisluna. Hér kemur í það minnsta einföld útfærsla fyrir síldarunnendur sem fékk góða dóma á þessu heimili!

Brauð með síld og eggi

Laukur og egg passa vel með karrýsíldinni.

Snittur með karrýsíld

Síldarsnittur uppskrift

 • ORA karrýsíld með kókos
 • Lífskorn heilkornabrauð frá Myllunni
 • Salatblöð
 • Laukur skorinn í sneiðar
 • Graslaukur (saxaður)
 • Harðsoðið egg
 1. Sjóðið eggin og skerið brauðið niður svo úr verði þríhyrndar sneiðar.
 2. Setjið fyrst salatblað, því næst síld og þá lauk og graslauk.
 3. Gott er að bera fram harðsoðið egg með snittunum eða setja það í sneiðum ofan á áður en laukurinn er settur á.
 4. Hver síldarkrukka dugar fyrir um 6-7 snittur.
Karrýsíld með kókos frá Ora

ORA síldin klikkar ekki frekar en fyrri daginn.

Sildarsnittur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun