Humar tempura með chili mæjó



⌑ Samstarf ⌑
Djúpsteiktur humar í orly deigi ásamt chili majónesi til að dýfa í og lime

Ég hélt að inboxið mitt á Instagram myndi springa í gær þegar ég „tísaði“ þessa uppskrift í story svo ég ákvað að drífa mig í að vinna myndirnar og koma þessari uppskrift hingað inn fyrir ykkur!

Djúpsteiktur humar í orly deigi með chili majónesi

Ég get ekki líst því hvað þetta var gott og drottinn minn þetta verður sko gert hér reglulega í framtíðinni. Ég hef nokkrum sinnum pantað mér humar tempura á Sushi Social og ég var að reyna að leika þann rétt eftir, sem ég verð að segja að hafi bara tekist asskoti vel!

Humar tempura með chili majó

Humar tempura með chili mæjó

Orlydeig uppskrift

  • 300 g hveiti
  • 1 ½ tsk. lyftiduft
  • 1 ½ tsk. salt
  • 330 ml Pilsner
  • 2 egg
  • 3 msk. ólífuolía
  1. Blandið öllum hráefnum saman í skál og pískið þar til jafningur hefur myndast, setjið í kæli á meðan annað er undirbúið en að minnsta kosti í 30 mínútur.

Humar – eldunaraðferð

  • Um 700 g skelflettur humar (fæst í næsta stórmarkaði)
  • Salt, pipar og hvítlauksduft
  • Steikingarolía (um 700 ml)
  1. Skolið og þerrið humarinn, kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti.
  2. Setjið hann ofan í orlydeigið og veltið um þar með sleif þar til allir bitar eru hjúpaðir deigi.
  3. Hitið steikingarolíuna þar til hún er vel heit og lækkið þá hitann niður í meðalháan hita. Gott er að prófa að setja smá orlydeig í pottinn til að gera „test“ og ef það fer strax að „bubbla“ vel er tímabært að lækka aðeins hitann og setja eins og 6-8 humarbita ofan í í einu í um 2 mínútur í senn eða þar til þeir verða gylltir (ég steikti á stillingu 7 af 9 hjá mér).
  4. Gott er að nota kleinuspaða eða annan götóttan spaða til að veiða bitana upp úr pottinum, hrista olíuna vel af og leggja á nokkur lög af eldhúspappír til að umfram olía leki af og bitarnir haldist stökkir.
  5. Þræðið bitana upp á tréprik eða setjið þá á bakka, sprautið chili majó yfir (og hafið auka slíkt í skál) og stráið vel af kóríander yfir og spírum ef þið viljið slíkar og gott er að kreista smá lime yfir allt í lokin.

Chili mæjó uppskrift

  • 230 g Hellmann‘s majónes
  • 2 msk. Sriracha sósa
  • 1 msk. limesafi
  1. Pískið allt saman í skál og kælið fram að notkun.
Chili majónes með Hellmann's majónesi

Það er mjög einfalt að útbúa chili mæjó og það passar alveg rosalega vel með djúpsteikta humrinum, ég vill síðan hafa vel af kóríander og smá lime safa yfir líka og þá finnst mér þetta fullkomið!

Ég myndi segja þetta væri fullkominn forréttur fyrir um 5 manns en svo má þetta líka vera hluti af veisluborðinu eða hvað sem ykkur dettur í hug!

Chili majónes uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun