Grillaðar „pylsur“ með kartöflusalati



⌑ Samstarf ⌑
Pylsur með kartöflusalati

Þegar líða tekur að sumri byrjar formleg pylsuhátíð á þessu heimili og ég ætla alveg að viðurkenna að þegar líða tekur á ágúst fá pylsur líka kærkomna hvíld, hahahaha! Pylsur geta hins vegar verið alls konar, allt frá þessum klassísku, yfir í kryddpylsur nú eða vegan pylsur eins og í þessu tilfelli! Það má nefnilega alveg skipta kjöti út fyrir vegan vörur, þó maður sé ekki vegan, bara til að breyta til og borða fjölbreyttari fæðu.

Grillaðar vegan pylsur

Kartöflusalat passar einstaklega vel með pylsum og gaman að gera slíkar lúxuspylsur annað slagið.

Minnkaðu kjötafurðir

Grillaðar „pylsur“ með kartöflusalati

  • 1 poki Hälsans Kök pylsur
  • Pylsubrauð
  • Saxaður rauðlaukur
  • Steiktur laukur
  • Tómatsósa
  • Gult sinnep
  • Kartöflusalat (sjá uppskrift)
  1. Útbúið kartöflusalatið og gerið allt annað tilbúið.
  2. Grillið pylsur og pylsubrauð og raðið saman að vild.

Kartöflusalat uppskrift

  • 300 g soðnar kartöflur
  • 100 g majónes (+/- eftir smekk)
  • 2 msk. saxaður graslaukur
  • 1 tsk. lime safi
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Skerið kartöflurnar niður í litla bita og setjið í skál.
  • Blandið majónesi, lime og graslauk saman í skál og smakkið til með salti og pipar.
  • Blandið majónesblöndunni næst varlega saman við kartöflurnar og setjið í botninn á grilluðu pylsubrauði.
Halsans kök vegan pylsur

Mæli með því að þið prófið að skipta stundum út kjötmeti fyrir veganvörur, það er mikið úrval til af slíkum frá Hälsans Kök og ég get lofað ykkur því að þær koma á óvart!

Grillaðar pylsur með kartöflusalati, lauk og sósum

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun