OstagleðiOstar og rósavín

Bakaðir ostar eru mitt uppáhald! Aldrei hef ég þó áður bakað fetakubb með gúmelaði og almáttugur minn hvað það var gott. Maður varð greinilega fyrir áhrifum af TikTok fetakubbs-pastaréttinum í vetur því annars væri maður líklega búinn að prófa þetta, hahaha!

Fetaostur með hnetum og paprikum í ofni

Ostagleði

Bakaður fetaostur með papriku

 • 1 fetakubbur
 • ½ krukka grilluð paprika
 • 1 lúka gróft saxaðar kasjúhnetur
 • Smá ferskt rósmarín
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Þerrið fetakubbinn og leggið í eldfast mót.
 3. Skerið paprikuna aðeins niður og hellið henni yfir ostinn ásamt nokkrum matskeiðum af olíu úr krukkunni.
 4. Stráið hnetum og rósmarín yfir og bakið í um 20 mínútur.
 5. Gott er að risa baguette brauðið og taka til annað meðlæti á meðan.

Baguette

 • 1 baguette brauð
 • Ólífuolía
 • Hvítlauksduft, salt og pipar
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Skerið brauðið í sneiðar.
 3. Penslið báðar hliðar með ólífuolíu og kryddið á annarri hliðinni.
 4. Ristið í ofninum í nokkrar mínútur eða þar til kantarnir gyllast aðeins og brauðið verður aðeins stökkt yst.
 5. Berið fram með bökuðum fetaosti með papriku.

Annað meðlæti

 • Feykir 24+
 • Hráskinka
 • Vínber
 • Eplasneiðar
 • Muga rósavín
Bakaður ostur og Muga rósavín

Fólk talar oftast um rauðvín og osta en nú þegar sumarið nálgast finnst mér meira við hæfi að hafa rósavín og osta!

Góður bakaður ostur

Stökkt olíuborið baguette brauð með bökuðum fetaosti, grilluðum paprikum og kasjúhnetum, NAMM!

Bakaður fetaostur með baguette

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun