Buffaló fröllur⌑ Samstarf ⌑
Buffaló kjúklingur með frönskum

Enn á ný kemur Ameríkustemming hingað á bloggið fyrir ykkur því ég hlýt jú að hafa verið Ameríkani í fyrra lífi, annað stenst hreinlega ekki! Ég hef áður dásamað við ykkur „Waffle fries“ og hér eru þær komnar á næsta „level“ með buffaló kjúklingi, algjör snilld!

Partýmatur

Buffaló fröllur með kjúlla uppskrift

 • 1 poki vöfflufranskar
 • ½ rifinn grillaður kjúklingur
 • 3 msk. Tabasco sósa
 • Rifinn Cheddar ostur
 • Gráðaostur mulinn
 • Vorlaukur
 • Majónes
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Bakið vöfflufranskarnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu (í um 20 mínútur).
 3. Tætið niður kjúklinginn (ég keypti tilbúinn) og hrærið Tabasco sósunni saman við.
 4. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar má setja vel af rifnum Cheddar osti yfir þær, dreifa úr Tabasco kjúklingnum og setja aftur Cheddar ost og inn í ofn í um 5 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.
 5. Myljið gráðaost og saxið vorlauk yfir þegar þið takið úr ofninum og sprautið majónesi yfir allt. Gott er síðan að hafa meira majónes með réttinum. 
Buffalo chicken with tabasco sauce

Þessi litla krúttlega flaska leynir sko heldur betur á sér! Þið getið síðan að sjálfsögðu stýrt styrkleikanum með magni af sósu sem þið setjið á kjúklinginn.

Buffaló franskar með kjúkling

Ég elska svona „Loaded Fries“ og þið megið endilega senda mér hugmyndir að fleirum slíkum ef þið lumið á!

Stella Artois bjór með buffaló fröllum

Stellan minnir mín líka alltaf óneitanlega mikið á Ameríkuna mína því ég held þetta hafi verið eini bjórinn sem var drukkin meðan við bjuggum þar, hahaha!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun