Rolo ostakaka



⌑ Samstarf ⌑
Einföld ostakaka

Ostakökur eru eitthvað sem ég fæ aldrei nóg af! Þær passa svo fullkomlega sem eftirréttur, hluti af veisluborði eða bara með sunnudagskaffinu. Hér er á ferðinni einföld og ljúffeng vanillu ostakaka með Rolo súkkulaðibitum.

VAnillu ostakaka með rolo

Rolo ostakaka uppskrift

Botn

  • 1 pakki Homeblest kex
  • 60 g brætt smjör
  1. Finnið til um 22 cm breitt smelluform, setjið bökunarpappír í botninn og spreyið botn og hliðar með matarolíuspreyi.
  2. Brytjið kexið niður í minni hluta og tætið niður í duftkennt form í blandara eða matvinnsluvél.
  3. Setjið kexduftið í skál og hrærið bræddu smjörinu saman við.
  4. Hellið blöndunni næst í kökuformið, þjappið því niður í botninn og aðeins upp kantana, kælið á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling og skreyting

  • 4 gelatínblöð
  • 50 ml sjóðandi vatn
  • 600 g rjómaostur við stofuhita
  • 150 g sykur
  • 120 g flórsykur
  • Fræ úr einni vanillustöng
  • 300 ml þeyttur rjómi
  • 4 rúllur af Rolo (4 x 41,6 g)
  1. Leggið gelatínblöðin í bleyti í kalt vatn í um 10 mínútur.
  2. Sjóðið þá 50 ml af vatni og bætið gelatínblöðunum saman við, einu í einu, hrærið í á milli og takið af hellunni og hellið í skál/ílát þegar gelatínið er uppleyst. Leyfið á ná stofuhita á meðan annað er undirbúið.
  3. Þeytið saman rjómaost, sykur, flórsykur og fræ úr vanillustöng þar til létt blanda myndast, skafið nokkrum sinnum niður á milli.
  4. Hellið gelatínblöndunni (við stofuhita) saman við í mjórri bunu og hrærið saman allan tímann.
  5. Næst má blanda þeytta rjómanum varlega saman við með sleif.
  6. Að lokum má skera Rolo niður í minni bita og blanda saman við ostakökublönduna, síðan hella í smelluformið og kæla í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.
  7. Fallegt er að skreyta kökuna með ferskum blómum eða öðru sem ykkur dettur í hug.
Homeblest kex í botninn á ostaköku

Homeblest, „Gott báðum megin“, það er bara þannig!

Góð ostakaka með vanillu og Rolo sælgæti

Þessi kaka var algjörlega guðdómleg, namm!

Ostakaka með Rolo og Homeblest

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun