Kjúklingaborgari með chili majó⌑ Samstarf ⌑
Gastro kjúllaborgari gerður heima

Það er fátt sem mér þykir betra en Gastro Truck borgari þegar við fjölskyldan náum í „Take-away“. Þessi borgari minnti mig óneitanlega mikið á hann og það er alveg klárt mál að þessi uppskrift verður endurtekin aftur fljótlega. Það er alls ekki eins mikið mál og sumir halda að „djúpsteikja“. Ef allt annað er tilbúið er þetta í raun það síðasta sem þarf að gera áður en öllu er raðað saman og þið fáið stökkan og bragðmikinn kjúkling sem er samt djúsí og mjúkur að innan.

Kjúklingaborgari með stökkum kjúkling

Kjúklingaborgari með chili majó uppskrift

Uppskrift gefur 6 borgara

Kjúklingur

 • 6 x úrbeinuð kjúklingalæri
 • 1 msk. Salt
 • 1 tsk. Pipar
 • 1 tsk. Hvítlauksduft
 • 1 tsk. Laukduft
 • 3 msk. ólífuolía
 • 100 ml AB mjólk
 • 1 egg
 • 40 ml vatn
 • 1 msk. Kartöflumjöl
 • 300 g hveiti
 • Olía til steikingar
 1. Setjið kjúklingalærin í poka, eitt í einu og merjið þykkasta hlutann út með buffhamri/kökukefli.
 2. Hrærið saman salti, pipar, hvítlauks- og laukdufti ásamt ólífuolíu.
 3. Setjið síðan allan kjúklinginn í poka, hellið kryddolíunni í pokann og hristið saman. Kælið í að minnsta kosti klukkustund, yfir nótt er líka í lagi.
 4. Blandið næst AB mjólk, eggi og vatni saman í eina skál og hveiti og kartöflumjöli í aðra.
 5. Hellið olíu (um 700 ml) í djúpa pönnu/grunnan pott og hitið vel.
 6. Dýfið hverju kjúklingalæri fyrst upp úr AB blöndunni og því næst hveitiblöndunni, þjappið hveitiblöndu vel á allar hliðar og geymið bitana síðan á disk svo allir séu tilbúnir þegar það kemur að steikingu.
 7. Steikið 2-3 kjúklingalæri í senn og snúið reglulega þar til þau eru orðin vel gyllt að utan (tekur um 6-8 mínútur).
 8. Hristið olíuna aðeins af og leggið kjúklinginn á grind með pappír undir svo öll fita leki af og hann haldist stökkur.

Hrásalat

 • 100 g rifnar gulrætur
 • Um 200 g fínt saxað rauðkál
 • 80 g saxað iceberg salat
 • 130 g Hellmann‘s majónes
 • 2 msk. saxað kóríander
 • 1 msk. sykur
 • Salt og pipar eftir smekk
 1. Blandið öllu saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.

Samsetning og annað meðlæti

 • Hellmann‘s Creamy Chili Streetfood sósa
 • Hellmann‘s majónes (klassískt)
 • 6 x hamborgarabrauð
 • Kóríander eftir smekk
 • Blaðsalat (má sleppa)
 • Franskar kartöflur
 1. Smyrjið klassísku majónesi á neðra brauðið.
 2. Raðið síðan hrásalati, kjúkling og blaðsalati eftir hentugleika þar ofan á.
 3. Setjið að lokum vel af Creamy Chili sósu yfir allt og hitt brauðið.
 4. Njótið með frönskum kartöflum og Creamy Chili sósu/annarri sósu.
Hellmann's chili majónes

Þessi sósa er orðin ein af mínum uppáhalds, langar að setja hana yfir allt, hahahaha!

Gastro Truck copycat

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun