Irish Coffee⌑ Samstarf ⌑
Kaffidrykkur með viskí

Ef það er eitthvað sem er snilld yfir vetrarmánuðina þá er það þessi dásamlegi drykkur! Ég man eftir því frá því að ég var barn þegar mamma og pabbi voru að blanda þennan drykk í hvítu Irish Coffee glösin sín sem ég þarf nú eiginlega bara að kanna hvort séu til ennþá!

Irish Coffee uppskrift

Maðurinn minn hefur hins vegar verið mikill aðdáandi þessa drykks í gegnum árin og því eigum við nokkrar týpur af glösum sem henta undir hann. Nú erum við komin með geggjaða kaffikönnu þar sem hægt er að hella upp á staka bolla og nú verður þetta leikur einn!

Starbucks kaffi á Íslandi

Ég drekk til dæmis ekki mikið kaffi, nema það sé í shake, frappó eða einhvers konar lúxusdulargervi eins og Irish Coffee með MIKLUM rjóma þó svo að sem barn hafi ég drukkið slíkt með 10 sykurmolum og mikilli mjólk hjá ömmu Guðrúnu, hahaha!

Við bjuggum í Seattle í Bandaríkjunum í nokkur ár og ég veit ekki hversu oft leið mín lá á Starbucks í einn karamellu „Frappuccino“ og núna get ég gert þannig með alvörunni Starbucks kaffi, sem fæst í Byggt & Búið!

Nei þið vitið ekki hvað mér finnst fallegt það standi „Pike Place Roast Lungo“ á einum pakkanum! Ég ELSKA Pike Place og sakna mikið. Ég hugsa að núna sé minn tími kominn hvað varðar kaffidrykkju. Ég sagðist ætla að eiga þetta inni í „ellinni“ og núna er ég tilbúin að fara að prófa þetta fyrir alvöru! Ég er líka gríðarlega spennt fyrir því að geta boðið gestum upp á að velja sér kaffi og gera eitthvað gómsætt handa þeim!

Gott kaffi

Irish Coffee uppskrift

Uppskrift dugar í 2 glös

 • 6 tsk. púðursykur
 • 2 bollar kaffi (um 260 ml)
 • 60 ml Kilbeggan Irish Whiskey
 • 100 ml léttþeyttur rjómi
 • Súkkulaðispænir
 1. Hitið glösin fyrst með því að hella í þau sjóðandi vatni sem þið síðan hellið aftur úr eftir smá stund.
 2. Setjið púðursykurinn í glasið og því næst heitt kaffi, hrærið saman þar til sykurinn leysist upp.
 3. Næst má setja viskíið saman við og að lokum léttþeyttan rjóma og súkkulaðispæni.
Kilbeggan Whiskey drykkur í Irish Coffee

Mmmmm, hversu girnilegt er þetta!

Starbucks kaffi hjá Byggt og Búið

Það er best að nota sterkt kaffi í Irish Coffee drykkinn og því valdi ég að nota Caffé Verona týpuna frá Starbucks því hún er sterk og góð!

Nespresso kaffivél frá Byggt og búið

Ég er yfir mig ánægð með nýja kaffihornið og nú bíð ég bara eftir vinum og vandamönnum til að geta boðið þeim upp á dýrindis kaffi, beint frá Seattle…..eða svona næstum því!

irish coffee drykkur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun