Heitt jólakakó með Stroh



Kakó með appelsínu og kanil

Hér er á ferðinni guðdómlegur aðventudrykkur sem færir svo sannarlega yl í kroppinn í kuldanum sem nú geisar.

Heitt kakó með Stroh

Kakó og Stroh er klassísk tvenna en hér er búið að jóla þennan drykk aðeins upp með stjörnuanís, kanil og appelsínu, namm!

Heitt jólakakó

Heitt jólakakó með Stroh

Uppskrift dugar í 3-4 glös

  • 500 ml nýmjólk
  • 2 stjörnuanís
  • Börkur af hálfri appelsínu (í stórum sneiðum)
  • 100 g dökkt súkkulaði
  • 1 msk. sykur
  • 1 msk. Cadbury bökunarkakó
  • ¼ tsk. salt
  • ¼ tsk. kanill
  • 100-150 ml Stroh 60 romm
  • Þeyttur rjómi, súkkulaðispænir og rifinn appelsínubörkur til skrauts
  1. Setjið mjólk, stjörnuanís og börkinn af appelsínunni saman í pott og hitið að suðu, lækkið hitann og leyfið að malla í um 10 mínútur til að fá bragð af anís og appelsínu.
  2. Veiðið þá börkinn og stjörnurnar upp úr pottinum og bætið súkkulaði, sykri, kakó, salti og kanil saman við og leyfið súkkulaðinu að bráðna við vægan hita og hrærið vel í á meðan.
  3. Þegar súkkulaðið er bráðið má bæta Stroh saman við og skipta niður í glös.
  4. Að lokum má setja vel af þeyttum rjóma í hvert glas og skreyta með súkkulaðispæni og appelsínuberki.
Heitt kakó og Stroh romm

Stjörnuanís fæst í flestum verslunum og gefur afar gott bragð í drykkinn. Þennan stjörnuanís keypti ég á Floating Market í Bangkok fyrir tæpum tveimur árum og var ekki búin að tíma að opna pokann fyrr en nú, hahaha!

Heitt súkkulaði með rjóma

Glösin keypti ég á Selfossi í Nytjamarkaðinum um daginn þegar við vinkonurnar fórum í aðventuferð austur fyrir fjall. Þar var sko gaman að gramsa og eitt og annað nýtt….já eða öllu heldur eldgamalt „props“ sem fylgdi mér heim.

Heitt jólakakó með rjóma

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun