
Þessar bollur eru frábær partýmatur og geta í raun verið einar og sér, kaldar á smáréttarhlaðborði eða með hrísgrjónum sem heit máltíð. Þær má gera með fyrirvara, elda og síðan hella sósunni yfir síðar og hita í ofni.

Stökkar kjötbollur í Hoi Sin sósu
Kjötbollur
- 1 kg gott nautahakk
- 1 egg (pískað)
- 1 pk Ritz kex
- ½ poki púrrulaukssúpa (duftið)
- ½ smátt saxaður rauðlaukur
- 2 rifin hvítlauksrif
- 1 msk. ferskt kóríander (saxað)
- Olía til steikingar
- 1 ½ krukka Hoi Sin sósa frá Blue Dragon (375 ml í heildina)
- Soðin hrísgrjón
- Jógúrtsósa (sjá uppskrift)
- Setjið Ritz kex í blandarann og maukið alveg niður í fína mylsnu.
- Blandið þá hakki, eggi, Ritz kexi, súpudufti, rauðlauk, hvítlauk og kóríander saman í skál og hnoðið vel saman.
- Rúllið í litlar, þéttar kjötbollur og steikið upp úr vel af olíu þar til allar hliðar hafa brúnast.
- Hellið Hoi Sin sósunni yfir og eldið áfram í 180° heitum ofni í um 15 mínútur (gott er að útbúa jógúrtsósuna á meðan).
- Gott er að bera bollurnar fram með hrísgrjónum og jógúrtsósu.
- Uppskriftin dugar fyrir um 5 manns sem máltíð (þetta eru um 40-45 litlar bollur í heildina).
Jógúrtsósa
- 350 g grísk jógúrt
- 4 msk. mjólk
- ½ lime (safinn)
- 2 rifin hvítlauksrif
- 2 msk. kóríander (saxað)
- Salt og pipar eftir smekk
- Hrærið öllu saman í skál og berið fram með kjötbollunum.

Hoisin sósa er í uppáhaldi hjá okkur og við elskum að setja hana á núðlur, kjúklingavængi og ýmislegt fleira.
