Danskt „smörrebröd“⌑ Samstarf ⌑
Ekta smurbrauð frá Danmörku

Hér kemur dönsk færsla af bestu gerð! Það eru nefnilega danskir dagar í Húsgagnahöllinni og þá er 20% afsláttur af dönskum vörum! Þegar ég var að finna upp á einhverju sniðugu í kringum þá kom danskt „smörrebröd“ upp í hugann og það var ekki aftur snúið. Ég fann dönsk bjórglös, dönsk trébretti, danskt rúgbrauð og og og……hér fáið þið útkomuna!

Það er auðvitað endalaust af fallegum vörum til í Húsgagnahöllinni og ég elska að skoða þar, alltaf svo fallegt, vel uppstillt, hreint og fínt!

Smurbrauð með roastbeef

Muubs vörurnar eru guðdómlegar og eru til dæmis öll þessi trébretti frá þeim, síðan eru hér líka vörur frá Nordal, Broste og fleiri merkjum.

Flott bjórglös frá Holmegaard

Bjórglösin frá Holmegaard eru ekta flott bjórglös og eru til ýmsar gerðir. Glasið hér að ofan er „Det danske glas“ svo ég var ekki lengi að velja, haha!

Falleg trébretti frá Muubs

Danskt „smörrebröd“

Roastbeef-smurbrauð

 • Danskt rúgbrauð ½ sneið fyrir hverja
 • Salat
 • Roastbeef sneið
 • Remúlaði
 • Steiktur laukur
 • Súrar gúrkur
 • Baunaspírur til skrauts

Rækju-smurbrauð

 • Danskt rúgbrauð 1 sneið fyrir hverja
 • Smjör (smurt á rúgbrauðið)
 • Salat
 • Harðsoðið egg 2 sneiðar á hverja
 • Rækjur (affrystar, ein lúka á hverja)
 • 1 tsk. majónes á hverja
 • Dill og sítróna til skrauts
Smurbrauð með rækjum

Ég kreisti líka smá sítrónu yfir rækjurnar og saltaði þær örlítið og pipraði.

Það er eiginlega skylda að fá sér ískaldan bjór með svona „smörrebröd“ og þó svo Stella sé ekki endilega dönsk þá fór hún einstaklega vel með þessu!

Danskt smörrebröd

Þessi bretti, þessir diskar, þessi matur……já takk!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun