Grænmetisvefjur⌑ Samstarf ⌑
Grænmetisréttir

Það er nú einu sinni „Veganúar“ og ef nú er ekki tilefni til þess að prófa nýjar grænmetis/veganuppskriftir þá veit ég ekki hvað!

Vefjur með grænmeti

Hér eru á ferðinni guðdómlegar grænmetisvefjur með mexíkósku ívafi og undursamlegru Chipotle majónesi!

Góður grænmetisréttur

Grænmetisvefjur

Uppskrift dugar í um 10 litlar vefjur

 • Um 600 g sætar kartöflur
 • Um 300 g kúrbítur
 • Isio 4 matarolía
 • Tacokrydd
 • 1 dós svartar baunir
 • 3 avókadó
 • Pikklaður laukur (sjá uppskrift að neðan)
 • Kóríander
 • Hellmann‘s Chipotle Vegan majónes
 • 10 mini vefjur
 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Skerið sætar kartöflur og kúrbít í litla teninga, veltið upp úr olíu og um 3 msk. af Tacokryddi.
 3. Dreifið úr grænmetinu á bökunarplötu með bökunarpappír og bakið í um 25 mínútur í ofninum, snúið einu sinni til tvisvar sinnum á meðan.
 4. Sigtið baunirnar og bakið þær með grænmetinu síðustu mínúturnar í ofninum svo þær aðeins hitni.
 5. Ristið vefjurnar á pönnu og raðið inn í þær.
 6. Gott er að smyrja þær fyrst með Chipotle majónesi, setja síðan bakað grænmeti, avókadó, pikklaðan lauk, meira majónes og loks toppa með kóríander.

Pikklaður laukur

 • 3 meðalstórir rauðlaukar
 • 250 g sykur
 • 250 ml vatn
 • 250 ml borðedik
 • 3 msk. rauðrófusafi (má sleppa)
 1. Skerið laukinn í þunnar sneiðar (hringi) og setjið í krukku/skál.
 2. Sjóðið saman sykur, vatn og borðedik þar til sykurinn leysist upp. Blandið þá rauðrófusafanum saman við ef þið viljið, hann er aðeins til að fá fallegri lit á laukinn.
 3. Hellið yfir laukinn, lokið krukkunni og setjið inn í kæli yfir nótt (eða lengur).
Vegan majónes

Þessi Chipotle sósa frá Hellmann’s fær klárlega 10 í einkunn!

Grænmetisvefjur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun