Það er að detta smá haust í mig í matargerðinni þó svo ég haldi enn í vonina um nokkra síðbúna sumardaga!

Eplabökur er hægt að útbúa á ótal vegu. Hér kemur einföld og undurljúffeng útfærsla með súkkulaði. Þið megið að sjálfsögðu setja hana í eitt stærra fat en mér finnst alltaf gaman að gera margar litlar ef það er í boði.

Eplakröns
Uppskrift fyrir 6 lítil form
Eplafylling
- Um 400 g „pink“ epli (6 lítil, afhýdd og skorin í litla teninga)
- 2 tsk. sítrónusafi
- 50 g kanilsykur
- 100 g Happi súkkulaði með saltkaramellu
- Hitið ofninn í 180°C.
- Blandið eplabitum, sítrónusafa og kanilsykri saman í skál og bætið niðurskornu súkkulaðinu saman við í lokin.
- Smyrjið eldföst lítil mót (eða eitt stærra) með smá smjöri og skiptið eplablöndunni niður í formin.
Kröns ofan á
- 100 g hveiti
- 100 g púðursykur
- 100 g smjör við stofuhita
- Blandið öllu saman í hrærivélarskálinni eða með höndunum.
- Klípið litla bita og dreifið vel af deigi yfir hvert form.
- Bakið í um 25 mínútur eða þar til deigið er orðið vel gyllt og karamella farin að koma upp í gegn.
- Kælið aðeins og njótið með góðum ís!

Happi súkkulaði er vegan, glúteinlaust, soyafrítt og unnið úr haframjólk sem er glúteinlaus. Súkkulaðið tikkar því í vegan og ofnæmisvalda flokkinn og auðvelt að breyta þessari uppskrift í takt við slíkt án þess að missa af þessu undur ljúffenga súkkulaði, namm!

Mmmm þetta er svo einfalt og gott!
