Það er alltaf gaman að útbúa nýjar tegundir af smoothie drykkjum. Við gerum einhvers konar smoothie/heilsudrykk nánast daglega og finnst okkur gaman að breyta til.

Þessi er léttur og góður og verð ég að segja að þetta kókosvatn er virkilega gott. Innocent kókosvatnið er ekki gert úr þykkni eins og mörg önnur og er 100% hreint og ferskt!

Næringarbomba í glasi
Dugar í 2-3 glös eftir stærð
- 600 ml Innocent kókosvatn
- 300 g frosin jarðarber
- 1 banani
- 70 g kasjúhnetur
- 20 g ristaðar kókosflögur
- 2 tsk. hunang/sýróp (má sleppa)
- Setjið allt í blandarann, blandið vel og hellið í glös.

Kókosvatn stuðlar að vökvalosun, er án sykurs og hátt í kalíum svo við nefnum örfáa kosti þess að drekka slíkt.

Drykkinn má setja í krukku/brúsa og taka með í nesti eða njóta strax úr blandaranum.
