Grettir⌑ Samstarf ⌑
World Class drykkir

Hér er á ferðinni drykkur sem ég lærði að blanda á „barnum“ í World Class í Fellsmúla árið 1998! Já krakkar mínir, þeir voru ófáir sjeikarnir sem voru útbúnir í litla horninu í „denn“ og þessi drykkur var einn af mínum uppáhalds. Hann var lengi vel á drykkjarseðlinum og fylgdi World Class að minnsta kosti í Laugar en hvort hann sé til ennþá veit ég ekki.

Góður drykkur

Þegar ég sá að Magic var kominn aftur í gömlu góðu umbúðirnar fékk ég hreinlega nostalgíukast og varð að útbúa þennan drykk og setja hingað inn. Ég elskaði mest að drekka Gretti og borða með honum geggjaða „Peanut butter“ orkustöng sem var til á þeim tíma og ég myndi gefa mikið fyrir að finna aftur, hahaha!

World Class drykkurinn 1998

Grettir

Uppskrift dugar í 2-4 glös

 • 2 stórir bananar
 • 2 x melónujógúrt
 • 1 dós Magic (250 ml)
 • 2 msk. prótein (hreint/vanillu)
 • Klakar (um 20 stk)
 1. Setjið allt saman í blandarann og blandið vel.
 2. Drykkurinn er frekar þunnur og gott er að skipta honum niður í 2-4 glös eftir stærð.
Magic orkudrykkur í boostinn

Ég er að elska að sjá þessar umbúðir aftur!

Drykkur með Magic og melónujógúrt

Þessi er algjör negla og þið hreinlega verðið að prófa!

Góður boost

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun