Það er fátt betra en boost, hvort sem það er í morgunmat, hádegismat eða millimál! Við fjölskyldan gerum boost oft í viku og það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt í blandarann.

Þessi boost er algjört dúndur og fullkominn drykkur til að byrja daginn á! Ef krakkarnir vilja ekki kaffi má auðvitað bara bæta því saman við í lokin þegar búið er að hella í glös fyrir þau.

Kaffiboost
Dugar í 2-3 glös (eftir stærð)
- 250 g vanilluskyr
- 200 ml vanillumjólk
- 1 banani
- 1 espresso
- 30 g Til hamingju döðlur
- 60 g Bio Today múslí með kakó
- 1 msk. Bio Today möndlu og kasjúhnetusmjör
- 2 tsk. Bio Today „No Bee“ hunang
- 1 lúka af klökum
- Allt sett saman í blandara og blandað þar til kekkjalaust.

Mér finnst boost með múslí, döðlum og þess háttar alltaf matarmeiri en önnur og gott að breyta aðeins til frá þynnri boost-um eða söfum. Bio Today vörurnar eru 100% lífrænar og unnar úr gæðahráefnum!
