Skyrkaka með möndlu- og sítrónukeim



⌑ Samstarf ⌑
Skyrkaka með sítrónu

Hér er á ferðinni létt og ljúffeng skyrkaka sem er hreint út sagt, undursamleg!

Skyrkaka í formi

Möndlu og sítrónubragð fer afar vel saman og elska ég sítrónuköku sem og möndluköku. Hér er búið að bæta skyri við þetta og útkoman varð þessi stórkostlega skyrkaka!

Skyrkaka

Skyrkaka með möndlu- og sítrónukeim

Botn

  • 300 g Bio Today kex með möndlu- og sítrónubragði
  • 100 g brætt Bio Today Ghee smjör
  1. Setjið bökunarpappír í botninn á um 20-22 cm smelluformi.
  2. Myljið kexið í blandara þar til það er orðið duftkennt.
  3. Blandið bræddu Ghee saman við og þjappið í botninn á smelluforminu og aðeins upp á kantana, setjið í frystinn á meðan þið útbúið fyllinguna. 

Fylling

  • 500 ml rjómi
  • 2 msk. flórsykur
  • 2 tsk. vanillusykur
  • ½ tsk. sítrónudropar
  • 650 g vanilluskyr
  • 6 matarlímsblöð
  • 50 ml vatn
  1. Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn í um 10 mínútur.
  2. Hitið 50 ml af vatni að suðu, takið matarlímsblöðin upp úr kalda vatninu, eitt í einu og vindið út í heita vatnið. Hrærið vel á milli hvers blaðs og þegar blöðin eru öll uppleyst má hella blöndunni í skál og leyfa hitanum að rjúka úr á meðan þið undirbúið annað.
  3. Þeytið rjóma, flórsykur, sítrónudropa og vanillusykur saman.
  4. Vefjið skyrinu saman við rjómablönduna með sleikju og hellið næst matarlímsblöndunni í mjórri bunu saman við og blandið vel saman.
  5. Hellið yfir kexbotninn í smelluforminu og setjið í kæli í að minnsta kosti 5 klukkustundir eða yfir nótt.
  6. Skerið síðan meðfram hringnum á forminu að innan áður en þið losið hliðarnar frá og flytjið kökuna yfir á fallegan disk.
  7. Skreytið með möndluflögum og sítrónusneiðum.

Skreyting

  • Til hamingju möndluflögur
  • Sítrónusneiðar
Bio Today Cookies í botninn á skyrköku

Kexið frá Bio Today er 100% lífrænt og inniheldur töluvert minni sykur en flest annað kex svo ekki skemmir það nú fyrir.

Sítrónukaka

Smá sítróna og ljós kaka færði manni líka sumar í hjartað, þótt úti blási.

Létt og ljúffeng skyrkaka

One Reply to “Skyrkaka með möndlu- og sítrónukeim”

  1. Sæl
    Hvar fæ ég Bio Today kexið og ghee-smjörið í Skyrkökuna með sítrónu og möndlukeim?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun