Einföld nautasteik og meðlætiSteik og sósa uppskrift

Bóndadagurinn er á morgun og tilvalið að gera vel við sig!

Nautaribeye og bernaise

Nautasteik, kartöflur og bernaise er þrenna sem seint klikkar og hér kemur einföld útfærsla af slíkri matargerð fyrir ykkur að njóta.

Bernaise sósa uppskrift

Nautasteik og meðlæti

Fyrir tvo

Nautasteik uppskrift

 • 2 x Nauta ribeye steik
 • 4 msk. soyasósa
 • 4 msk. Worcestershire sósa
 • 2 tsk. dijon sinnep
 • 1 msk. ferskt timian (saxað)
 • Pipar
 • Ólífuolía til steikingar
 1. Blandið soyasósu, Worchestershire sósu, sinnepi og timian saman í skál, hellið í poka og komið steikunum fyrir í pokanum.
 2. Veltið kjötinu upp úr leginum og leyfið að liggja í pokanum við stofuhita í um 30 mínútur.
 3. Hellið þá öllum vökva af og þerrið þær aðeins.
 4. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið kjötið þar til það hefur náð þeim kjarnhita sem þið óskið. Piprið eftir smekk.
 5. Ég tók steikurnar af pönnunni þegar kjarnhiti var um 48°, setti í álpappír og leyfi þeim að hvíla í honum þar til kjarnhiti var komin upp í um 56° (med-rare). Þá má taka álpappírinn af og leyfa þeim að standa örlítið lengur áður en þeirra er notið.

Kartöflur

 • Um 500 g kartöflur
 • 50 g smjör
 • 1 msk. ferskt timian (saxað)
 • Salt, pipar, hvítlauksduft
 1. Sjóðið kartöflurnar þar til þær mýkjast.
 2. Leyfið þeim aðeins að kólna, skerið þá í tvennt og steikið upp úr smjöri og kryddum þar til þær verða aðeins stökkar.

Bernaise sósa uppskrift

 • 250 g smjör
 • 4 eggjarauður
 • 1 msk. Bernaise essence
 • 1 msk. Oscar nautakraftur (fljótandi)
 • 1 tsk. sítrónusafi
 • 2 msk. estragon
 • Salt og pipar eftir smekk
 1. Bræðið smjörið, leyfið því síðan að kólna niður á meðan annað er undirbúið. Smjörið á rétt að vera ylvolgt þegar því er hellt saman við þeyttar eggjarauðurnar (þá eru minni líkur á því að sósan skilji sig).
 2. Þeytið eggjarauðurnar þar til þær verða léttar, ljósar og farnar að þykkjast vel.
 3. Hellið ylvolgu smjörinu þá saman við í mjórri bunu og hrærið á lægsta hraða á meðan það blandast saman við.
 4. Bætið næst öðrum hráefnum saman við og hrærið saman, smakkið til og kryddið eftir smekk.
Muga rauðvín með nautasteikinni

Það þarf ekki alltaf að vera neitt flókið og kjöt, kartöflur og sósa klárlega negla, með góðu rauðvíni að sjálfsögðu!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun