Fiskur í ofni með rjómasósu⌑ Samstarf ⌑
Fiskur í ofni uppskrift

Hér er á ferðinni dásamlegur fiskréttur sem er í senn einfaldur og bragðgóður. Hann sló í gegn hjá allri fjölskyldunni og er sannarlega lúxusútgáfa af hversdagsfiski. Á meðan fatið fer í ofninn er gott að sjóða grjón og leggja á borðið.

Fiskur hugmyndir og uppskriftir

Mmm…..

Ofnbakaður fiskur uppskrift

Fiskur í ofni með rjómasósu uppskrift

Fyrir 4-6 manns

 • Um 900 g þorskur
 • 1 rauð paprika
 • ½ blaðlaukur
 • 1 x mexíkó kryddostur
 • 500 ml rjómi frá Gott í matinn
 • Rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
 • Salt og pipar
 • Ólífuolía til steikingar
 1. Hitið ofninn í 190°C.
 2. Skerið fiskinn niður og raðið í eldfast mót.
 3. Skerið papriku og blaðlauk niður, steikið upp úr ólífuolíu þar til mýkist, saltið og piprið eftir smekk.
 4. Hellið þá rjómanum yfir grænmetið og rífið mexíkóostinn, hrærið og hitið saman þar til osturinn er bráðinn.
 5. Hellið yfir fiskinn í fatinu og setjið vel af rifnum pizzaosti yfir allt saman.
 6. Eldið í 25 mínútur í ofninum.
 7. Gott er að bera réttinn fram með soðnum hrísgrjónum eða kartöflum.
Ofnbakaður fiskur með rjóma

Rjómi gerir auðvitað alla rétti betri, það er ekkert flóknara en það!

Fiskréttur hugmynd

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun