Ekki spyrja mig af hverju ég hef ekki prófað að kaupa tilbúna dumplings fyrr! Ég elska þetta á veitingastöðum og hef oft hugsað mér að prófa að kaupa svona og gera heima. Nú lét ég loksins verða af því og nammi nammi namm! Þetta er sjúklega gott, einfalt og svo skemmir ekki fyrir að þetta er klárlega máltíð í hollari kantinum.

Ég útbjó asískt gúrkusalat með og þetta var hin fullkomna máltíð.

Dumplings og asískt gúrkusalat
Fyrir um 2 manns
Asískt gúrkusalat
- ¾ agúrka
- ½ rauðlaukur
- 25 ml hvítvínsedik
- 25 ml soyasósa
- 2 tsk. Blue Dragon Sesamolía
- 1 tsk. rifið engifer
- Sesamfræ
- Skerið agúrku í þunnar sneiðar ásamt rauðlauk.
- Blandið hvítvínsediki, soyasósu, sesamolíu og rifnu engiferi saman og hellið yfir grænmetið.
- Blandið vel saman, setjið í skál og toppið með sesamfræjum.
Dumplings
- 1 poki Itsu grænmetis smáhorn (dumplings)
- Ólífuolía til steikingar
- Vorlaukur
- Steikið smáhornin upp úr ólífuolíu á pönnu við miðlungsháan hita í 6-8 mínútur.
- Snúið þeim reglulega og takið af pönnunni þegar þau fara aðeins að gyllast.
- Berið fram með sósunni sem fylgir í pokanum og asísku gúrkusalati, stráið smá vorlauk yfir líka sé þess óskað.

Það hafa margir spurt út í þetta síðan ég setti smá í story á Instagram þegar ég var að mynda herlegheitin og eins og er þá er þetta aðeins til í Fjarðarkaup. Ég mæli þó eindregið með heimsókn þangað því almáttugur hvað það er gaman að versla í þessari búð, það er ALLT til þarna!

Mmmm……

Ég verð reyndar að viðurkenna að það stendur á pokanum að þetta séu 2-3 „servings“ en ég borðaði alveg 10-13 stykki í hádegismat einn daginn svo……það væri kannski öruggara að kaupa tvo poka fyrir 2-3, tíhí!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan