Belgískar vöfflur



⌑ Samstarf ⌑
Belgískar vöfflur með rjóma

Ég hef aldrei áður gert belgískar vöfflur, eins mikil vöfflukona og ég er! Það er bara þannig með sumt að það virðist vera eitthvað lengur inn á prufulistann en annað, hahaha! Þessar voru hins vegar klárlega biðarinnar virði því þið þurfið ekki að leita lengra eftir hinni fullkomnu uppskrift af belgískum vöfflum, sem er líka súpereinfalt að útbúa!

Belgískar vöfflur

Ég óskaði eftir uppskriftum í Instastory og fékk fullt. Sumir vilja meina það þurfi að vera þurrger í þeim, aðrir ekki. Ég prófaði eðlilega báðar tegundir, setti fjölskyldu og nágranna í dómnefnd og úr varð að sú með lyftiduftinu skoraði hærra. Hún minnti mögulega meira á klassíska vöfflu þó hún væri þykkari og stökkari að utan á meðan hin minnti aðeins meira á brauðkennda vöfflur sem var minna sæt. Klárlega uppskrift sem ég mun þó birta hér síðar en ég sé einmitt fyrir mér þá uppskrift fyrir brönsinn, með eggi, laxi eða einhverju öðru gómsætu áleggi.

Góðar vöfflur uppskrift

Þessi uppskrift hér er algjört dúndur og var fullkomin með súkkulaðismjöri, ís/rjóma og ávöxtum, namm!

Vöfflur einföld uppskrift

Belgískar vöfflur

Vöfflur uppskrift

  • 150 g smjörlíki við stofuhita
  • 120 g sykur
  • 3 egg
  • 3 tsk. vanilludropar
  • ½ tsk. salt
  • 380 g hveiti
  • 4 tsk. lyftiduft
  • 450 ml nýmjólk

Topping

  • So Vegan So Fine súkkulaði- og hnetumjör (eða aðrar bragðtegundir sem þið óskið ykkur)
  • Ís eða rjómi
  • Driscolls jarðarber
  • Banani
  • Hnetukurl
  1. Þeytið saman smjörlíki og sykur þar til létt og ljóst.
  2. Bætið eggjunum saman við einu í einu og skafið niður á milli ásamt vanilludropunum.
  3. Blandið öllum þurrefnum saman í aðra skál og bætið varlega saman við smjörblönduna.
  4. Hellið mjólkinni að lokum saman við og skafið niður og hrærið þar til slétt deig myndast.
  5. Steikið vöfflur og berið fram með So Vegan So Fine súkkulaði- og heslihnetusmjöri, ís/rjóma og ávöxtum, toppið með hnetukurli ef þess er óskað.
So Vegan so fine smyrjur

Ég var að prófa þessar nýju smyrjur frá So Vegan So Fine, sem eru vegan en klárlega ekki bara fyrir þá sem eru vegan. Þær eru svakalega góðar og Hazelnut Chocolate var mín uppáhalds, en ég elska ALLT sem er með heslinhnetum og súkkulaði þannig að það er kannski ekki að marka mig, hahaha! Kókossmyrjan kom skemmtilega á óvart og þið kókos „lovers“ þarna úti ættuð klárlega að prófa hana.

Það var hún Solla vinkona mín sem sendi mér þessa uppskrift af vöfflum og kemur hún frá Kökur í paradís þó ég hafi aðeins tvígað hana til. Ég var líka að stúdera belgísk vöfflujárn og skoðaði slatta í þeim efnum. Er hins vegar ekki komin að niðurstöðu enn með hvaða járn skal kaupa, fékk núna lánað hjá Önnu Rósu vinkonu til að testa. Mér fannst þær hins vegar svolítið stórar ef ég myndi fylla alveg út í plássið svo ég gerði viljandi minna deig og fékk fleiri óreglulegar vöfflur en ég hefði fengið hinsegin, þið getið því vel stýrt þessu eftir því sem þið óskið.

Belgískar vöfflur uppskrift

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun