Lágkolvetna laxavöfflur⌑ Samstarf ⌑
Ketóvöfflur

Já krakkar mínir, vöfflur þurfa sannarlega ekki alltaf að vera með sultu og rjóma! Þessar lágkolvetnavöfflur eru algjör snilld fyrir þá sem sækjast eftir slíku, og meira að segja fyrir okkur hin sem erum ekki endilega á lágkolvetnavagninum. Þessi samsetning var hádegismaturinn okkar einn daginn og ég gæti sko alveg hugsað mér þessa máltíð reglulega því hún var svoooooo ljúffeng!

Snittur hugmyndir

Ég prófaði líka að útbúa litlar vöfflusnittur og þær komu svona líka vel út. Þessa hugmynd fékk ég eftir að hafa smakkað bleikju & vöfflusnittur hjá Nomy og vöfflusnittur eru sannarlega sniðugar á smáréttahlaðborðið.

Lágkolvetnavöfflur

Lágkolvetna laxavöfflur

Uppskrift gefur 7-8 stykki

 • 1 pakki Lágkolvetnavöfflur frá Kötlu (+ egg, vatn og rjómaostur eins og leiðbeiningar segja til um)
 • Reyktur lax eftir smekk
 • Avókadó eftir smekk
 • 1 spælt egg á hverja vöfflu
 • Sýrður rjómi með graslauk eftir smekk
 • Salt, pipar og sítrónubörkur eftir smekk
 1. Bakið vöfflurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Ég notaði rjómaost í stað rjóma og vöfflurnar komu einstaklega vel út.
 2. Spælið egg og skerið niður lax, avókadó ásamt því að taka til sýrðan rjóma, krydd og sítrónu.
 3. Raðið áleggi á vöffluna eftir smekk eða útbúið litlar vöfflusnittur.
Lágkolvetnavöfflur frá Kötlu

Frábært að fá þessa viðbót í gómsætu vörulínuna frá Kötlu.

Vöfflusnittur

Mmmm…..

Vöfflur með laxi fyrir lágkolvetna

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun