Kjötlausir borgarar



⌑ Samstarf ⌑
Hamborgari með vegan buffi

Ég hef áður deilt með ykkur uppskriftum af kjötlausum máltíðum og hér er sumarlegur og gómsætur borgari á ferðinni! Það er nefnilega þannig að þó ákveðnar vörur flokkist sem vegan, glútein fríar, lágkolvetna eða hvað eina að það má sannarlega nota slík hráefni í „hefðbundna“ eldamennsku eins og hentar hverjum og einum.

Kjötlaus hamborgari

Þessi vegan buff frá Hälsans Kök voru dásamleg og ótrúlega þægilegt að geta tekið þau beint úr frystinum og skellt á grillið í nokkar mínútur. Ef þið viljið minnka notkun kjötafurða er þetta góð tilbreyting og ég hvet ykkur til að prófa!

Vegan buff í hamborgara

Kjötlausir borgarar

4 stykki

  • 4 Hälsans Kök buff
  • 4 hamborgarabrauð
  • 4 ostsneiðar
  • Hamborgarasósa
  • Kál
  • Tómatar
  • Paprika
  • Rauðlaukur
  • Pik-Nik kartöflustrá
  1. Grillið buffin samkvæmt leiðbeiningum á pakka ásamt því að hita brauðin á grillinu.
  2. Setjið ostsneið á hvert buff í lokin og takið þau síðan af þegar osturinn hefur bráðnað.
  3. Skerið niður allt grænmeti og raðið saman að vild.
  4. Njótið með kartöflustráum.
Halsans Kök vegan borgarar

Fljótleg og góð grillmáltíð!

Kjötlaus máltíð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun