Mexíkóskálar



Mexíkóskálar með hakki

Þessi uppskrift er algjör snilld. Ég hef gert svona skálar reglulega í gegnum árin er var að átta mig á því að slík uppskrift hefur aldrei ratað hingað inn svo það var klárlega kominn tími til!

Bjór og Mexíkómatur

Stelpurnar mínar elska vefjur, tacos og allt mexíkóskt svo þær voru sannarlega ánægðar með þessa máltíð hér!

Tacoskálar með hakki

Mexíkóskálar uppskrift

8-10 skálar

  • 8-10 Mission street tacos vefjur
  • 500 g nautahakk
  • 1 poki tacokrydd
  • Ostasósa
  • Rifinn ostur (cheddar og mozzarella)
  • Guacamole (sjá uppskrift að neðan)
  • Salsasósa
  • Sýrður rjómi
  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Steikið hakkið og kryddið með tacokryddinu.
  3. Komið vefjunum fyrir í bollakökuformi úr áli svo úr verði nokkurs konar skál.
  4. Setjið væna matskeið af ostasósu í botninn, fyllið upp í með hakki og stráið að lokum vel af rifnum osti yfir allt saman.
  5. Bakið í um 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og útbúið guacamole á meðan.
  6. Berið síðan fram með salsasósu, sýrðum rjóma og guacamole.

Guacamole uppskrift

  • 3 stór þroskuð avókadó
  • 2 tómatar
  • 2 hvítlauksrif
  • ½ rauðlaukur (saxaður)
  • 4 msk. kóríander
  • ½ lime (safinn)
  • ½ tsk. salt
  • ¼ tsk. pipar
  1. Stappið avókadó niður og skerið tómatana smátt (takið innan úr þeim fyrst).
  2. Rífið hvítlauksrifin saman við, bætið lauknum ásamt söxuðu kóríander í skálina og kreistið lime safann yfir.
  3. Blandið öllu saman og kryddið með salti og pipar.
Tacoskál og Stella bjór

Ferskt guacamole er guðdómlegt og ég skil ekki af hverju maður útbýr þetta ekki oftar sjálfur heima!

Guacamole uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun