Mozzarellasalat með kjúklingi



⌑ Samstarf ⌑
Salat með mozzarella og kjúkling

Hér er á ferðinni dásamlega ferskt og gott salat með grilluðum kjúklingi og pestódressingu, namm!

Pestósalat með mozzarella

Einfalt, hollt og gott….það er ekki hægt að biðja um mikið meira!

Kjúklingur og mozzarella með pestó

Mozzarella salat, kjúklingur og pestódressing

Fyrir um 3-4 manns

Mozzarella salat

  • 2 dósir mozzarellakúlur (2 x 180 g)
  • 2 box piccolo tómatar (2 x 180 g)
  • 1 lúka fersk basilíka (rifin niður)
  • 2 msk. Sacla basil pestó
  • ½ tsk. salt
  • Smá pipar
  • Balsamikgljái
  1. Blandið öllu saman í skál með sleif nema balsamikgljáanum, hellið í skál/á fat og setjið balsamikgljáa eftir smekk yfir allt saman.

Pestódressing

  • 90 g majónes
  • 90 g sýrður rjómi
  • 2 msk. Sacla basil pestó
  • ½ tsk. salt
  • ¼ tsk. pipar
  • 1 tsk. hvítlauksduft

  • Pískið allt saman í skál og geymið  í kæli fram að notkun.
Salatdressing með pestó

Kjúklingur

  • 4 kjúklingabringur
  • Hvítlauks grillolía
  1. Kljúfið bringurnar í tvennt svo þið hafið 8 þynnri hluta.
  2. Leyfið að marinerast í grillolíu í að minnsta kosti klukkustund (eða yfir nótt).
  3. Grillið á frekar heitu grilli í nokkrar mínútur á hvorri hlið þar til bringurnar eru tilbúnar.
Sacla pestó í salatið

Ég er búin að vera með æði fyrir Piccolo tómötunum frá Friðheimum undanfarið og mæli ég með að þið prófið þá í þennan rétt! Almennt finnst mér íslenskir tómatar bara miklu betri en þeir erlendu, svo sætir og góðir!

Grillaður kjúklingur og salat

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun