Naggar og kartöflubátar⌑ Samstarf ⌑
Heimagerðir kartöflubátar og naggar

Hér er á ferðinni ofureinföld og fljótleg lausn á kvöldmatnum sem er einnig holl og kjötlaus!

Kjúklinganaggar og kartöflubátar

Heimagerðir kartöflubátar eru svo djúsí og góðir að það þarf ekkert annað en bbq sósu með þessum nöggum og kartöflubátana til að út verði veisla!

Fljótlegur kvöldverður

Naggar og kartöflubátar

Fyrir um 4 manns

 • 2 pakkar Hälsans kök naggar
 • Um 900 g kartöflur
 • 2 msk. ólífuolía
 • 1 msk. saxað timian
 • 1 tsk. gróft salt
 • 1 tsk. hvítlauksduft
 • ½ tsk. pipar
 • BBQ sósa
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Byrjið á því að skola kartöflurnar og skera þær í báta og veltið þeim næst upp úr olíu og kryddum.
 3. Raðið kartöflubátunum í ofnskúffu og bakið í um 35 mínútur eða þar til þeir eru orðnir mjúkir í gegn.
 4. Raðið nöggunum á aðra bökunarplötu og setjið inn með kartöflubátunum síðustu 13 mínúturnar.
 5. Berið naggana fram með kartöflubátum og bbq sósu.
Halsans kök naggar

Hälsans kök vörurnar eru virkilega góðar og hentug lausn fyrir þá sem vilja minnka neyslu dýraafurða eða á heimilum þar sem mismunandi matarvenjur ríkja.

Vegan hugmyndir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun