
Þessi rjómaþeytta gríska jógúrt var svoooooo góð að það var slegist um skálarnar hér á þessu heimili!

Það líður í það minnsta ekki á löngu þar til ég mun útbúa þessa dásemd aftur. Þetta er hinn fullkomni morgunverður, hádegisverður eða millimál. Það er líka sniðugt að setja jógúrt í minni ílát og hafa á morgunverðarhlaðborði eða veislu.

Rjómaþeytt jógúrt
Uppskrift dugar í 4-8 skálar/glös (eftir stærð)
Þeytt jógúrt uppskrift
- 500 g grísk jógúrt frá Gott í matinn
- 350 ml rjómi frá Gott í matinn
- 4 msk. hlynsýróp
- 2 tsk. vanilludropar
- ¼ tsk. salt
- Setjið allt saman í hrærivélarskálina.
- Blandið fyrst varlega saman og aukið síðan hraðann og þeytið þar til topparnir halda sér og blandan þykknar upp að nýju.
- Skiptið niður í skálar eða glös, kælið og toppið með einhverju gómsætu (hugmynd hér að neðan).
Toppur uppskrift
- Granóla
- Jarðarber
- Bláber
- Saxað dökkt súkkulaði

Grísk jógúrt stendur alltaf fyrir sínu!
