Eskifjörður



Mjóeyri gisting á Eskifirði

Ferðalagið okkar heldur áfram frá því í sumar og á eftir Höfn í Hornafirði var komið að Eskifirði. Hemmi bjó nánast á Eskifirði í um tvö ár fyrir nokkrum árum, á meðan hann var með eftirlit í Norðfjarðargöngum, svo við máttum til með að gista þar eina nótt á leið okkar í Hallormsstað. Við komum við á Eskifirði í hringferðinni okkar 2016 og ekki komið austur síðan þá svo það var gaman að koma þangað aftur.

steinasafn petru

Á leiðinni frá Höfn stoppuðum við á Steinasafni Petru á Stöðvarfirði en Elín Heiða mundi vel eftir síðustu heimsókn þangað og vildi fara aftur og sýna litlu systur. Það er ævintýri líkast að ganga þarna um og alveg hreint magnað afrek hjá þessari konu að tína alla þessa steina nánast þarna í bakgarðinum hjá sér. Mæli sannarlega með því að þið kíkið þarna við á ferð um Stöðvarfjörð.

Steinasafn á Austurlandi

Næst fórum við yfir á Eskifjörð og komum okkur fyrir í krúttlega húsinu okkar á Mjóeyri.

Mjóeyri ferðaþjónusta

Við komum þarna við árið 2016 og heilluðumst af svæðinu. Þessi krúttlegu rauðu hús, heitur pottur í bát, dásamlegur veitingastaður í götunni og fleira varð til þess að við bókuðum gistingu og stelpunum fannst þetta algjört ævintýri.

Gisting á Austurlandi

Við vorum fjögur á ferðinni og bókuðum lítið hús fyrir okkur sem var með hjónarúmi og svefnlofti.

Gisting Eskifjörður

Heiti potturinn er svo flottur í þessum báti, sem nefndur er Gilla. Sturtuaðstaða er við pottinn og svo er líka hægt að sturta sig í húsinu og hlaupa á milli á inniskónum. Dásamlega fallegt að sitja og slaka á hérna og horfa út fjörðinn.

Mjóeyri ferðaþjónusta á Austurlandi
Það er ævintýri líkast að dvelja á Mjóeyri!
Randulffs sjóhús veitingastaður á austurlandi

Randulffssjóhús er í göngufæri og fórum við þangað í kvöldverð. Veitingastaðurinn er í gömlu norsku síldarsjóhúsi og mikið lagt upp úr því að bjóða upp á mat úr héraði.

restaurant eastfords iceland

Saltfiskurinn var einn sá besti sem ég hef bragðað og síðan fengum við okkur svartfugl, sjávarréttasúpu, hlýra, hreindýrabollur og fleira gómsætt sem var allt upp á tíu!

Randulffs sjóhús með dásamlegar veitingar á Austurlandi

Staðsetningin á þessum veitingastað er guðdómleg. Hægt er að sitja úti yfir sumartímann og útsýnið frá bryggjunni er ekki amalegt. Á efri hæðinni er að finna verbúð sjómanna í sinni upprunalegu mynd ásamt ljósmyndagallerí. Þangað er gaman að kíkja upp á meðan beðið er eftir matnum.

Neskaupsstaður

Það var síðan auðvitað ekki hægt að koma á Eskifjörð nema prófa Norðfjarðargöngin svo við rúntuðum yfir á Neskaupsstað í ís áður en haldið var áleiðis austur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun