
Eggjasalat er algjör klassík og ekki skemmir fyrir að hafa það í hollari kantinum! Hér er dásamlegt salat með Lighter than Light Hellmann’s majónesi sem inniheldur aðeins 3% fitu!

Létt og gott eggjasalat
- 4 harðsoðin egg
- 100 g Hellmann‘s Lighter than Light majónes
- ½ laukur (smátt saxaður)
- ½ rauð paprika (smátt söxuð)
- 1 lúka brokkoli (smátt saxað)
- Aromat og pipar
- Skerið eggin niður í litla bita og blandið öllu saman í skál.
- Kryddið til með aromat og pipar eftir smekk.
- Berið fram með góðu súrdeigsbrauði eða hrökkbrauði.

Þetta salat var dúndurgott með þessu majónesi!

Skipta má súrdeigsbrauði út fyrir hrökkbrauð eða annað kex/brauð.
