Létt og gott eggjasalat⌑ Samstarf ⌑
Hollt eggjasalat með majónesi

Eggjasalat er algjör klassík og ekki skemmir fyrir að hafa það í hollari kantinum! Hér er dásamlegt salat með Lighter than Light Hellmann’s majónesi sem inniheldur aðeins 3% fitu!

Eggjasalat uppskrift

Létt og gott eggjasalat

 • 4 harðsoðin egg
 • 100 g Hellmann‘s Lighter than Light majónes
 • ½ laukur (smátt saxaður)
 • ½ rauð paprika (smátt söxuð)
 • 1 lúka brokkoli (smátt saxað)
 • Aromat og pipar
 1. Skerið eggin niður í litla bita og blandið öllu saman í skál.
 2. Kryddið til með aromat og pipar eftir smekk.
 3. Berið fram með góðu súrdeigsbrauði eða hrökkbrauði.
Hollt salat með Hellmanns lighter than light majónesi

Þetta salat var dúndurgott með þessu majónesi!

Eggjasalat og súrdeigsbrauð

Skipta má súrdeigsbrauði út fyrir hrökkbrauð eða annað kex/brauð.

Hollustusalat

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun