
Það er endalaust hægt að leika sér með hráefni í túnfisksalat. Hér ákvað ég að útbúa hollari útgáfu af slíku þar sem margir eru aðeins að laga til í mataræðinu eftir sumarfríið. Þetta salat var alveg dásamlega gott og algjör snilld að eiga það til að narta í sem millimál.

Hollt og gott túnfisksalat uppskrift
- 1 dós ORA túnfiskur í vatni
- 4 harðsoðin egg
- 1 stór avókadó
- 3 msk. saxaður blaðlaukur
- 200 g kotasæla
- 180 g sýrður rjómi
- Aromat og pipar
- Pressið vatnið af túnfisknum og setjið í skál.
- Skerið egg og avókadó niður og blandið saman við ásamt söxuðum blaðlauk.
- Hrærið saman kotasælu, sýrðum rjóma og kryddum.
- Blandið síðan öllum hráefnum varlega saman með sleif og kryddið frekar ef ykkur finnst þurfa.
- Njótið með Finn Crisp snakki að eigin vali.

Ora túnfiskurinn hefur fylgt okkur Íslendingum svo lengi sem ég man eftir mér og túnfisksalat er eitthvað sem slær alltaf í gegn, hvar og hvenær sem er!
