Pastasalat með chilli túnfisk



⌑ Samstarf ⌑
Hollt og gott pastasalat

Pastasalat er einfalt að útbúa og gott að grípa með í nesti. Þegar ég var yngri fór ég reglulega á salatbarinn í Hagkaup og þá valdi ég mér einmitt alltaf það sem ég setti í þetta pastasalat hér, fyrir utan það, að þá var ekki til túnfiskur í chillisósu. Ég ætla alveg að leyfa mér að segja það að þessa pastasalat toppaði salatbarinn og virkilega gott að hafa chilli túnfiskinn, hann rífur aðeins í en á móti kemur grænmetið, eggið og mild dressing svo þetta var alveg fullkominn hádegisverður hjá mér þennan daginn. Restin fór síðan í box inn í ísskáp til þess að stelpurnar geti tekið með í nesti í skólann á morgun.

Pastasalat með túnfiski

Ég eiginlega skil ekki af hverju maður gerir þetta ekki oftar! Það væri líka sniðugt að tvöfalda uppskriftina, skera allt niður og setja í sérskál og bjóða upp á alvöru salatbar í kvöldmatinn þar sem hver og einn getur valið það sem hann vill setja á sinn disk.

Pastasalat uppskrift

Pastasalat með Chilli túnfisk

Fyrir 2-3 manns

  • 250 g pastaskrúfur
  • 2 msk. Creamy French pastadressing
  • 1/3 rauðlaukur
  • ¼ agúrka
  • 10 piccolo tómatar
  • 1 lúka romaine salat
  • 2 ananashringir (niðursoðnir)
  • 1 lúka furuhnetur
  • Fetaostur
  • 2 dósir ORA túnfiskur í chillisósu
  • Harðsoðin egg
  • Salatdressing að eigin vali
  1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka, kælið og blandið Creamy French pastadressingu saman við í stórri skál.
  2. Skerið grænmetið niður og setjið saman við ásamt furuhnetum og fetaosti eftir smekk.
  3. Blandið öllu varlega saman við með sleif og skiptið niður í 2-3 skálar.
  4. Hellið olíunni af túnfisknum og skiptið dósunum niður á milli skálanna, toppið með salatdressingu að eigin vali og gott er að hafa harðsoðið egg með réttinum.
Ora túnfiskur í dós í pastasalat

Verð að fá að mæla með þessum túnfisk, hann er algjör snilld og kemur skemmtilega á óvart.

Pastasalat með túnfisk, eggjum og öðru

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun