Eplakökumöffins



⌑ Samstarf ⌑
Möffins eða muffins?

Uppskriftir með eplum fylgja haustinu og ég elska það! Haustið er uppáhalds tíminn minn, lyktin úti þegar það fer aðeins að kólna, litirnir, rútínan og allt þetta!

Eplakaka í muffinsformi
Hér eru laufléttar möffins með eplum og stökkum haframjölstoppi, alveg dásamlega góðar!
Eplakökumöffins

Eplakökumöffins

12-16 stykki

Krönsí toppur

  • 40 g smjör við stofuhita
  • 60 g púðursykur
  • 50 g hveiti
  • ½ tsk. kanill
  1. Setjið allt saman í skál og myljið saman með fingrunum svo úr verði mulningur til að setja ofan á deigið á eftir. Leggið til hliðar á meðan þið útbúið möffins kökurnar.

Möffins uppskrift

  • 2 epli
  • 150 g sykur
  • 120 ml hunang
  • 120 ml súrmjólk
  • 120 ml ljós matarolía
  • 2 egg
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 80 g Til hamingju tröllahafrar
  • 300 g hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 2 tsk. kanill
  • ½ tsk. salt
  1. Hitið ofninn í 175°C.
  2. Afhýðið eplin og skerið smátt niður (ég var með eitt grænt epli og eitt „pink lady“), setjið í stóra skál.
  3. Hellið sykri, hunangi, súrmjólk, olíu, eggjum og vanilludropum yfir eplin og blandið saman við með sleif.
  4. Næst má blanda tröllahöfrunum saman við og að lokum fer hveiti, lyftiduft, kanill og salt í skálina.
  5. Blandið öllu saman með sleif og setjið deigið síðan í zip-lock poka til að auðveldara sé að skipta því í formin (eða notið ísskeið).
  6. Setjið pappaform í álform. Ég var með upphá pappaform og ákvað því að hafa færri og stærri kökur en það má hafa hefðbundin pappaform og skipta niður í fleiri einingar.
  7. Þegar þið eruð búin að skipta möffins deiginu niður í formin má setja krönsí topp ofan á og baka í 25-30 mínútur.
  8. Best er að baka þar til prjónn kemur nokkuð hreinn út, allt í lagi það sé smá kökumylsna á endanum en ekki blautt deig.
Til hamingju tröllahafrar í möffins

Lítil dúlla laumaðist síðan inn á myndatökusvæðið til að næla sér í eina og auðvitað stoppaði ég hana til að fá að taka mynd.

Muffins fyrir börn

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun