Canneloni



⌑ Samstarf ⌑
Fullkominn pastaréttur fyrir vikuna

Hver elskar ekki pastarétti, lasagna, hakk og spagetti og þar fram eftir götunum? Slíkir réttir eru fullkomnir í miðri viku og eru afar fjölskylduvænir að mínu mati. Canneloni er útfærsla af pastarétti sem ég hef ekki prófað að gera áður og skemmtilegt að breyta aðeins til. Hér kemur súpereinföld uppskrift sem allir í fjölskyldunni elskuðu!

Canneloni pastaréttur

Þetta eru í raun bara lasagnaplötur sem búið er að setja hakk inn í og rúlla upp, síðan fer sósa og ostur yfir.

Weeknight dinner

Canneloni

  • Um 500 g nautahakk
  • ½ laukur (saxaður)
  • 2 hvítlauksrif (söxuð)
  • 2 pakkar ferskar lasagnaplötur
  • 1 poki Toro bolognese sósa með hvítlauk
  • 400 ml vatn
  • Um 200 g Mascarpone ostur
  • Kirsuberjatómatar og basilíka
  • Bezt á allt krydd
  • Ólífuolía
  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Byrjið á því að steikja hakk, lauk og hvítlauk upp úr ólífuolíu og krydda eftir smekk.
  3. Skerið næst niður 10 einingar af lasagnaplötum og skiptið nautahakkinu á milli þeirra.
  4. Rúllið hverri lasagnaplötu fyrir sig upp og raðið í eldfast mót sem búið er að smyrja að innan með matarolíu.
  5. Hitið næst vatnið á pönnunni og hrærið Bolognese duftinu saman við svo úr verði ljúffeng pastasósa.
  6. Hellið sósunni jafnt yfir upprúlluðu lasagnaplöturnar og bakið í ofninum í um 20 mínútur, takið þá út, setjið Mascarpone ostinn yfir og aftur í ofninn í um 5 mínútur.
Toro Bolognese sósa notuð í canneloni

Mmm þessi sósa er virkilega góð! Hana má að sjálfsögðu nota í hefðbundið bolognese, í lasagna eða hvað sem ykkur dettur í hug.

Pastaréttur með hakki og lasagnaplötum

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun