Súkkulaðivöfflur



⌑ Samstarf ⌑
Vöfflur

Súkkulaði, rjómi, bananar og bláber…..þarf að segja eitthvað meira?

vöfflur með banana

Þessi uppskrift var gerð fyrir Gott í matinn þennan mánuðinn og vá hvað þetta var gott! Mæli með þið bregðið út af vananum og prófið þessa dásemd.

vöfflur uppskrift

Súkkulaðivöfflur uppskrift

  • 150 g hveiti
  • 25 g bökunarkakó
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2 msk púðursykur
  • ¼ tsk salt
  • 1 egg
  • 250 ml mjólk
  • 125 ml ólífuolía
  • 2 tsk vanilludropar
  1. Sigtið saman hveiti, kakó og lyftiduft, leggið til hliðar.
  2. Blandið púðursykri og salti saman við hveitiblönduna.
  3. Hrærið saman eggi, mjólk, olíu og vanilludropa í hrærivélinni.
  4. Á meðan K-ið snýst má hella þurrefnunum saman við mjólkurblönduna og hræra þar til kekkjalaust.
  5. Smyrjið heitt vöfflujárnið með örlitlu smjöri og bakið vöfflurnar.
  6. Uppskriftin gefur um 9-10 vöfflur.
  7. Gott er að bera vöfflurnar fram með þeyttum rjóma, bananasneiðum, bláberjum og bræddu súkkulaði.
vöfflur með banana

Við vinkonurnar vorum einmitt saman í gærkvöldi og þeyttur rjómi kom til tals, eða öllu heldur vöntun á þeyttum rjóma. Ég sagði þá við þær að rjómi væri eitt af því sem væri ALLTAF til í mínum ísskáp, ætli ég grípi ekki rjómafernur samhliða mjólkurfernum enda er gerir rjómi allt betra!

vöfflur

Megið endilega fylgja mér á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun